Liverpool er að leita hefnda eftir tapið á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem stórsókn Liverpool liðsins bar ekki árangur og Real menn fögnuðu 1-0 sigri.
Liverpool fans set off fireworks outside Real Madrid's Albert Dock hotel at 2am https://t.co/WK1eqEPIXN
— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023
Daily Mail segir frá því að stuðningsmenn Liverpool hafi sprengt flugelda klukkan tvö í nótt að breskum tíma fyrir fram hótel á Albert Dock en þar gistir einmitt Real Madrid liðið.
Stuðningsmenn Liverpool eru ekki að gera þetta í fyrsta skiptið því þeir gerðu þetta einnig fyrir frægan leik á móti Barcelona árið 2019 þar sem Liverpool vann upp 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum á Spáni.
Real Madrid liðið kom til Liverpool í gær og þetta var því fyrsta nótt liðsins í borginni. Liverpoll stuðningsmennirnir komust hins vegar að því hvar spænska liðið gisti.
Hvort þetta hafi mikil áhrif á leikmenn Real Madrid kemur í ljós í kvöld en leikurinn hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum beint frá Anfield.
Ahahaha Liverpool fans letting off fireworks outside the hotel where Real Madrid are staying #LiverpoolRealMadrid pic.twitter.com/TKRxUff2Tb
— Josh Jenkins (@JoshRJenkins) February 21, 2023