Telur ekki að Madrídingar séu komnir áfram: „Ekki séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2023 07:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, minnir á að liðið þurfi enn að spila seinni leikinn gegn Liverpool til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var eðlilega kampakátur eftir öruggan sigur sinna manna gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
„Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn