Hefur aldrei fundið fyrir fordómum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 21:00 Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. Vísir/Stína „Ég myndi segja að það sem Íslendingar og Jamaíkumenn eiga sameiginlegt er gríðarlegt þjóðarstolt,“ segir Claudia Ashanie Wilson. Claudia kemur frá Jamaíku og er fyrsti innflytjandinn frá landi utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“ Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Í viðtali við jamaíska fréttaþáttinn Diaspora Check-in nú á dögunum ræddi Claudia meðal annars um muninn á Íslendingum og Jamaíkumönnum, jafnréttismál og reynslu sína af því að vera svartur, kvenkyns lögfræðingur á Íslandi. Claudia, sem kemur frá litlu héraði á Jamaíku, flutti til Íslands í desember árið 2001 og var að eigin sögn í leit að ást og ævintýrum. Hún bendir á Ísland að sé tífalt stærra en Jamaíka, en íbúafjöldinn er hins vegar tífalt minni. „Þar af leiðandi höfum við mikið pláss hérna.“ Sjónvarpsþættirnir The Practice átti stóran þátt í því að hún ákvað að leggja lögfræðina fyrir sig, og hún brennur fyrir mannréttindamálum. Brennur fyrir mannréttindum „Reynsla mín af því að vera innflytjandi á Íslandi hefur tvímælalaust ýtt undir að ég vil kanna þessi mál og hjálpa öðrum eins mikið og ég get, og ég er svo áköf í að veita vernd gegn óréttlæti. Þá segir Claudia að þegar kom að því að læra íslensku hafi hún farið fremur óhefðbunda leið. „Íslenska er erfitt tungumál og ég get svo sannarlega vottað það að ég er ennþá að læra það,“ segir hún og bætir við að það sé einnig stór munur á íslensku lagamáli og íslensku sem fólk talar í daglegu lífi. Þá segir Claudia að hún taki sínu hlutverki mjög alvarlega. „Það er ástæða fyrir öllu, og mér var ætlað að koma hingað. Og ég lít ekki léttvægum augum á þetta tækifæri, að vera fyrsti svarti lögfræðingurinn á Íslandi, fyrsta konan af erlendum uppruna sem öðlast lögmannsréttindi á Íslandi. Þar af leiðandi hefur þetta ýtt mér út í að bæta lífsgæði annarra í þessu landi.“ Aðspurð segir Claudia að hún hafi aldrei orðið vör við fordóma, enda horfi fólk fyrst og fremst á það sem hún afkastar í starfinu. „Og ég held að fólk sé meðvitað um það sem ég geri.“ Nafnið á lögfræðistofu hennar, Claudia and partners, er tilkomið af ástæðu. „Af því að fólk þekkir mig kannski ekki úti á götu en það þekkir vissulega nafnið mitt.“
Lögmennska Innflytjendamál Jamaíka Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira