Landsbankinn rukkaði einstæða móður um fyrnda milljóna króna skuld Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Skuld Guðrúnar Björgvinsdóttur við Landsbankann fyrndist í tveimur hlutum árin 2019 og 2021. Þráttt fyrir það hélt bankinn áfram að reyna að innheimta kröfurnar. Vísir/samsett Innheimtufyrirtæki hélt áfram að reyna að rukka einstæða fjögurra barna móður um milljóna króna kröfur fyrir hönd Landsbankans eftir að þær voru fyrndar. Bankinn segir mistök hafa átt sér stað en lögmaður konunnar segir hana skoða réttarstöðu sína. Kröfur Landsbankans á hendur Guðrúnu Björgvinsdóttur, einstæðri móður og öryrkja, má rekja til íbúðar sem hún missti og fór á nauðungarsölu fyrir um áratug. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hennar, segir að bankinn hafi afskrifað skuldina í bókum sínum árið 2015. Skuldin nam þá tæpum tveimur milljónum króna. Á þeim tímapunkti segir Þórir að flestir hefðu haldið að þeir væru lausir allra mála. Þremur árum síðar, árið 2018, datt skuldin hins vegar inn í svonefnda kröfuvakt hjá innheimtufyrirtækinu Motus. Þá byrjaði Guðrún að fá innheimtukröfur og símtöl frá fyrirtækinu þar sem hún var krafin um greiðslu fyrir hönd Landsbankans. „Það eru stöðug innheimtubréf og símtöl, svefnleysi, áhyggjur og kvíði. Á þessum tímapunkti er hún einstæð fjögurra barna móðir, hún er öryrki og hún býr í félagslegri íbúð. Hún á ekki neitt. Einhverjir gætu haldið því fram að bankinn sé að höggva þar sem síst skyldi,“ segir Þórir í samtali við Vísi. Kröfunum tveimur var haldið til streitu áfram jafnvel eftir að þær fyrndust, önnur árið 2019 en hin í fyrra. Upphæð þeirra hafði þá margfaldast. Guðrún hafi gengið á milli starfsmanna bankans og Motus en alls staðar komið að tómum kofanum. „Hún fékk aldrei skýr svör frá neinum um hvað hún skuldaði raunverulega,“ segir Þórir. Landsbankinn segir að mistök hafi orðið til þess að kröfurnar voru lengur í kröfuvakt en þær áttu að vera. Guðrún hafi verið beðin afsökunar á þeim mistökum. „Ég er með átján ára bíl? Vilja þeir hann?“ Guðrún lýsti leit sinni að svörum hjá Landsbankanum eftir að hún fékk bréf frá Motus um að ráðist yrði harðar aðgerðir í apríl í fyrra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í vikunni. Hún hafi farið á fund bankastarfsmanns og óskað eftir að fá að vita hvað bankinn ætlaði að gera. „Mér finnst þetta vera orðinn svo langur tími. Ég er alltaf á svörtum lista, ég get ekki gert neitt, ég fæ ekki neina fyrirgreiðslu eða annað, bara hvað ætla þeir að gera? Ég sé bara einstæð, orðin öryrki í endurhæfingu. Hvað vilja þeir? Hvað halda þeir að þeir geti gert?“ sagði Guðrún. Svörin sem hún hafi fengið hafi verið á leið að hún þyrfti að semja um uppgjör á skuldinni. Landsbankinn felldi ekki niður skuldir. „Það er búið að fella niður milljarða hérna í þjóðfélaginu. Af hverju eruð þið að elta einhverja fjögurra barna móður uppi í Grafarvogi sem á ekki neitt? Ég er með átján ára bíl. Vilja þeir hann? Hvað ætla þeir að gera?“ sagði Guðrún við Bítið. Þórir, lögmaður Guðrúnar, segir að hann hafi meðal annars fengið þau svör frá Landsbankanum að bankanum hafi verið heimilt að setja skuldina í kröfuvakt þrátt fyrir að hafa afskrifað skuldina í sínum bókum. Ekki hafi verið búið að aflýsa kröfunni eða fella niður opinberlega þegar hún kom til kasta Motus árið 2018. Guðrún hafi fengið þau svör að bankinn gerði engan greinarmun á öryrkjum og stórforstjórum hvað þetta snertir. Gekk á eftir greiðsluseðlum Eftir að Guðrún leitaði ráða hjá ónefndum frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins til Alþingis og Þóri lögmanni gekk hún á eftir því að fá greiðsluseðla frá Landsbankanum. Á endanum hafi henni verið sagt að skuldin hefði verið felld niður í fyrra. Hún hafi furðað sig á að krafan hefði skyndilega verið felld niður einmitt þegar hún krafði bankann um greiðsluseðla. Því hafi hún enn leitað til bankans til þess að fá staðfest að skuldin hefði verið felld niður en það hafi einnig reynst erfitt. Skýringar bankans hafi verið þær að mistök hafi verið gerð. Það staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísi segir hann að málið hafi ekki verið skoðað nógu ítarlega þegar leitað var til bankans árin 2021 og 2022. Það hefði átt að koma í ljós fyrr að kröfurnar væru fyrndar, þær felldar niður og teknar úr kröfuvakt. „Því miður urðu mistök til þess að tilteknar kröfur voru lengur á kröfuvakt en þær áttu að vera. Okkur þykir mjög leitt að svona hafi farið og höfum beðið viðkomandi aðila afsökunar. Þá höfum við einnig farið yfir alla okkar innri ferla til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig,“ segir í svarinu. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður Guðrúnar, segir koma til greina að höfða mál gegn Landsbankanum eða kvarta undan viðskiptaháttum hans til fjármálaeftirlits Seðlabankans.Vísir/Sigurjón Ójafn og ósanngjarn leikur Þórir, lögmaður Guðrúnar, segir að mögulega verði látið reyna á hvort að Landsbankinn hafi brotið reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti þegar hann lét áfram rukka Guðrúnu eftir að kröfurnar voru fyrndar. Skýrt sé í lögum og reglum hvernig bankar eigi að koma fram gagnvart viðskiptamönnum sínum. „Það kannski bara blasir svolítið við hversu rosalega ójafn leikur, ósanngjarn og óeðlilegur þetta er að bankinn leggi til atlögu gegn einstaklingi í þessari stöðu. Það er algerlega augljóst frá fyrstu mínútu að hún mun aldrei geta greitt krónu til baka,“ segir hann. Guðrún skoði nú réttarstöðu sína. Þórir segir ekki á allra færi að höfða mál fyrir dómstólum og bankinn hafi ekki verið tilbúinn að gera neitt til þess að bæta henni málið á nokkurn hátt. Hún hafi ekki enn gert formlega kröfu á hendur bankanum. „Hún er í sjálfu sér bara að skoða réttarstöðu sína og meta hver næstu skref ættu að vera, þá hvort leita ætti til fjármálaeftirlits Seðlabankans og kvarta undan vinnubrögðum bankans eða hvort ætti mögulega að höfða mál gegn bankanum sem kemur líka vel til greina. Þetta er í sjálfu sér bara í skoðun,“ segir lögmaðurinn. Landsbankinn Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Kröfur Landsbankans á hendur Guðrúnu Björgvinsdóttur, einstæðri móður og öryrkja, má rekja til íbúðar sem hún missti og fór á nauðungarsölu fyrir um áratug. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hennar, segir að bankinn hafi afskrifað skuldina í bókum sínum árið 2015. Skuldin nam þá tæpum tveimur milljónum króna. Á þeim tímapunkti segir Þórir að flestir hefðu haldið að þeir væru lausir allra mála. Þremur árum síðar, árið 2018, datt skuldin hins vegar inn í svonefnda kröfuvakt hjá innheimtufyrirtækinu Motus. Þá byrjaði Guðrún að fá innheimtukröfur og símtöl frá fyrirtækinu þar sem hún var krafin um greiðslu fyrir hönd Landsbankans. „Það eru stöðug innheimtubréf og símtöl, svefnleysi, áhyggjur og kvíði. Á þessum tímapunkti er hún einstæð fjögurra barna móðir, hún er öryrki og hún býr í félagslegri íbúð. Hún á ekki neitt. Einhverjir gætu haldið því fram að bankinn sé að höggva þar sem síst skyldi,“ segir Þórir í samtali við Vísi. Kröfunum tveimur var haldið til streitu áfram jafnvel eftir að þær fyrndust, önnur árið 2019 en hin í fyrra. Upphæð þeirra hafði þá margfaldast. Guðrún hafi gengið á milli starfsmanna bankans og Motus en alls staðar komið að tómum kofanum. „Hún fékk aldrei skýr svör frá neinum um hvað hún skuldaði raunverulega,“ segir Þórir. Landsbankinn segir að mistök hafi orðið til þess að kröfurnar voru lengur í kröfuvakt en þær áttu að vera. Guðrún hafi verið beðin afsökunar á þeim mistökum. „Ég er með átján ára bíl? Vilja þeir hann?“ Guðrún lýsti leit sinni að svörum hjá Landsbankanum eftir að hún fékk bréf frá Motus um að ráðist yrði harðar aðgerðir í apríl í fyrra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í vikunni. Hún hafi farið á fund bankastarfsmanns og óskað eftir að fá að vita hvað bankinn ætlaði að gera. „Mér finnst þetta vera orðinn svo langur tími. Ég er alltaf á svörtum lista, ég get ekki gert neitt, ég fæ ekki neina fyrirgreiðslu eða annað, bara hvað ætla þeir að gera? Ég sé bara einstæð, orðin öryrki í endurhæfingu. Hvað vilja þeir? Hvað halda þeir að þeir geti gert?“ sagði Guðrún. Svörin sem hún hafi fengið hafi verið á leið að hún þyrfti að semja um uppgjör á skuldinni. Landsbankinn felldi ekki niður skuldir. „Það er búið að fella niður milljarða hérna í þjóðfélaginu. Af hverju eruð þið að elta einhverja fjögurra barna móður uppi í Grafarvogi sem á ekki neitt? Ég er með átján ára bíl. Vilja þeir hann? Hvað ætla þeir að gera?“ sagði Guðrún við Bítið. Þórir, lögmaður Guðrúnar, segir að hann hafi meðal annars fengið þau svör frá Landsbankanum að bankanum hafi verið heimilt að setja skuldina í kröfuvakt þrátt fyrir að hafa afskrifað skuldina í sínum bókum. Ekki hafi verið búið að aflýsa kröfunni eða fella niður opinberlega þegar hún kom til kasta Motus árið 2018. Guðrún hafi fengið þau svör að bankinn gerði engan greinarmun á öryrkjum og stórforstjórum hvað þetta snertir. Gekk á eftir greiðsluseðlum Eftir að Guðrún leitaði ráða hjá ónefndum frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins til Alþingis og Þóri lögmanni gekk hún á eftir því að fá greiðsluseðla frá Landsbankanum. Á endanum hafi henni verið sagt að skuldin hefði verið felld niður í fyrra. Hún hafi furðað sig á að krafan hefði skyndilega verið felld niður einmitt þegar hún krafði bankann um greiðsluseðla. Því hafi hún enn leitað til bankans til þess að fá staðfest að skuldin hefði verið felld niður en það hafi einnig reynst erfitt. Skýringar bankans hafi verið þær að mistök hafi verið gerð. Það staðfestir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísi segir hann að málið hafi ekki verið skoðað nógu ítarlega þegar leitað var til bankans árin 2021 og 2022. Það hefði átt að koma í ljós fyrr að kröfurnar væru fyrndar, þær felldar niður og teknar úr kröfuvakt. „Því miður urðu mistök til þess að tilteknar kröfur voru lengur á kröfuvakt en þær áttu að vera. Okkur þykir mjög leitt að svona hafi farið og höfum beðið viðkomandi aðila afsökunar. Þá höfum við einnig farið yfir alla okkar innri ferla til að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig,“ segir í svarinu. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður Guðrúnar, segir koma til greina að höfða mál gegn Landsbankanum eða kvarta undan viðskiptaháttum hans til fjármálaeftirlits Seðlabankans.Vísir/Sigurjón Ójafn og ósanngjarn leikur Þórir, lögmaður Guðrúnar, segir að mögulega verði látið reyna á hvort að Landsbankinn hafi brotið reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti þegar hann lét áfram rukka Guðrúnu eftir að kröfurnar voru fyrndar. Skýrt sé í lögum og reglum hvernig bankar eigi að koma fram gagnvart viðskiptamönnum sínum. „Það kannski bara blasir svolítið við hversu rosalega ójafn leikur, ósanngjarn og óeðlilegur þetta er að bankinn leggi til atlögu gegn einstaklingi í þessari stöðu. Það er algerlega augljóst frá fyrstu mínútu að hún mun aldrei geta greitt krónu til baka,“ segir hann. Guðrún skoði nú réttarstöðu sína. Þórir segir ekki á allra færi að höfða mál fyrir dómstólum og bankinn hafi ekki verið tilbúinn að gera neitt til þess að bæta henni málið á nokkurn hátt. Hún hafi ekki enn gert formlega kröfu á hendur bankanum. „Hún er í sjálfu sér bara að skoða réttarstöðu sína og meta hver næstu skref ættu að vera, þá hvort leita ætti til fjármálaeftirlits Seðlabankans og kvarta undan vinnubrögðum bankans eða hvort ætti mögulega að höfða mál gegn bankanum sem kemur líka vel til greina. Þetta er í sjálfu sér bara í skoðun,“ segir lögmaðurinn.
Landsbankinn Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira