Landsbankinn

Fréttamynd

Nor­rænir bankar skoði hvort breyta þurfi skil­málum vegna dómsins

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins

Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skil­málarnir um­deildu ógiltir

Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin búin undir báðar niður­stöður

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að ráð­herra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Lands­bankanum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar.

Innherji
Fréttamynd

Quang Le stefnir Lands­bankanum

Quang Le hefur stefnt Landsbankanum þar sem að hann hefur ekki fengið að stofna til bankaviðskipta hjá bankanum frá því að hann var tekinn til rannsóknar fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar aldrei verið ferðaglaðari

Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár.

Neytendur
Fréttamynd

Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili.

Innlent
Fréttamynd

Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott

Merki Landsbankans sem málað var á stuðlaberg höfuðstöðva bankans við Reykjastræti þegar þær opnuðu 2023 hefur verið fjarlægt. Skilti með sama merki hefur verið komið upp í staðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Sala á Lands­bankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkis­ins um fimmtung

Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.

Innherji
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða

Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­tryggingar­skekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxta­tekjum á nýjan leik

Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.

Innherjamolar
Fréttamynd

Um­fram­fé Kviku eykst hlut­fall­lega lang­mest með nýju banka­reglu­verki

Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar.

Innherji
Fréttamynd

Lands­bankinn og Arion lækka vexti

Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.

Neytendur