Handbolti

Öruggur sigur Stjörnunnar gegn HK | Myndaveisla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stjörnustúlkur fagna.
Stjörnustúlkur fagna. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan lagði HK að velli í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Lokatölur 24-20 og Stjarnan heldur í við Val og ÍBV á toppi deildarinnar.

Lið Stjörnunnar hefur verið að spila vel í Olís-deildinni í vetur og þó svo að liðið hafi aðeins færst neðar í töflunni eru þær ennþá í baráttu við Val og ÍBV um efstu sætin. HK hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla í vetur, aðeins unnið einn leik og var í neðsta sæti fyrir leikinn í kvöld.

Það var því búist við nokkuð þægilegum sigri Stjörnunnar sem varð raunin. Stjarnan náði góðu forskoti i í fyrri hálfleik en var þó aðeins með þriggja marka forskot í hálfleik eftir að hafa komist mest sex mörkum yfir.

Helena Rut Örvarsdóttir skýtur að marki.Vísir/Hulda Margrét

Munurinn varð minnstur tvö mörk í síðari hálfleiknum og HK hélt í við Stjörnuna lengst af. Heimaliðið náði þó sex marka forskoti á ný og tryggði sér góðan sigur, lokatölur 24-20 eftir að HK hafði minnkað muninn undir lokin.

Anna Karen Hansdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru markahæstar hjá Stjörnunni með sjö mörk en Embla Steindórsdóttir, Aníta Eik Jónsdóttir, Sóley Ívarsdóttir og Alfa Brá Hagalín skoruðu allar fjögur mörk fyrir gestina.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, tók á leiknum í kvöld.

Vísir/Hulda Margrét
Britney Cots leikmaður Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét
Britney Cots reynir að brjótast í gegnum vörn HK.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Eva Björk Davíðsdóttir skýtur að marki í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Hanna Guðrún Stefánsdóttir komin ein fram í hraðaupphlaup.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Leandra Salvamoser skýtur að marki Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét
Sóley Ívarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir HK í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Inga Dís Jóhannsdóttir skýtur framhjá Britney Cots.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Samúel Ívar Árnason er þjálfari HKVísir/Hulda Margrét
Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×