„Maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. febrúar 2023 19:26 Afturelding - Selfoss Olís deild karla haust 2022 Selfyssingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í dag og unnu öruggan sigur á KA-mönnum í Olís deildinni í handbolta. Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Ísak Gústafsson, leikmaður Selfoss, skoraði 7 mörk úr 11 skotum þegar Selfoss vann öruggan 6 marka sigur á KA fyrir norðan í dag. Eftir 16 mínútna leik var Ísak kominn með 6 mörk úr jafnmörgum skotum og var sjóðandi heitur. „Bara heilt yfir flottur leikur, sérstaklega varnarlega, stóðum vörn í 60 mínútur flott allir og allir í takt og góð vinna í vörninni í dag aðallega og það skilaði þessum sigri.” Ísak var með einfaldlega útskýringu þegar hann var spurður hvað hefði farið í gegnum hausinn hjá honum í upphafi leiks þegar öll skot hans enduðu í netinu. „Ég eiginlega veit það ekki sko, maður bara skorar og hleypur á bekkinn og þá er sagt skjóttu aftur og skoraðu og svo bara endurtekur það sig þangað til það klikkar. Það er bara svoleiðis.” Keppnistreyja Ísaks var nánast rifin í sundur öðru megin og kennir hann Ragnari Njálssyni, fyrirliða KA, um það. „Þetta voru smá átök hjá mér og Ragga vini mínum, við erum góðir vinir, bara gaman”, sagði Ísak léttur. Selfoss fer með sigrinum upp fyrir Stjörnuna og Fram í fimmta sætið en þau eiga leik inni. Lítill munur er á milla liðanna í 3.-7. sæti og stefna Selfyssingar eins hátt og þeir geta. „Ég held að það sé nú stefnan hjá öllum í Olís deildinni og allavega hjá okkur í liðinu að við ætlum að reyna gera sem best og enda sem efst í töflunni, það er alveg klárt. „Við vorum fyrir áramót fyrst um sinn að spila 5-1 og 6-0 og hitt og þetta til skiptis og ákváðum að einbeita okkur bara að 6-0 vörninni, bara ná henni 100%, og það hefur bara gengið þokkalega vel og við verðum bara að halda áfram ná henni vel og hlaupa fram og þá mallar þetta”, bætti Ísak við. Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfoss, spilaði seinni hálfleikinn í dag og stóð sig virkilega vel. Hann endaði með 10 varða bolta sem gerir 43,5% markvörslu. „Jón Þórarinn er hörku strákur, flottur, og við höfum mikla trúa á honum og hann kemur inn og ver alltaf mjög mikið þegar hann kemur inn og hann brýtur upp leikinn alltaf þegar hann kemur inn á, bara flottur”, sagði Ísak að endingu.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Leik lokið: KA - Selfoss 29-35 | KA-menn steinlágu á heimavelli KA tekur á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta eftir að hafa tapað gegn ÍR í síðustu umferð. Selfoss fagnaði tíu marka sigri gegn KA fyrr á leiktíðinni. 26. febrúar 2023 16:15