Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Berglind Ósk hefur óskað eftir svörum um mikla notkun þunglyndislyfja frá heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“ Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“
Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00