„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 14:36 Þórður Snær segist vinna alla daga með aðsend gögn og heimildarmenn sem ekki væri hægt að greina frá. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. Þetta var meðal þess sem kom fram í vitnisburði Þórðar Snæs Júlíussonar í morgun, við aðalmeðferð máls sem hann, ásamt Arnari Þór Ingólfssyni, höfðaði gegn Páli Vilhjálmsyni. Tilefnið voru ummæli sem Páll lét falla á bloggsíðu sinni þar sem hann sagði mennina eiga aðild að byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra og stuldi á síma hans. Páli var einnig stefnt fyrir skrif sín þar sem hann fullyrti að saksóknari myndi gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla. Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, við aðalmeðferð málsins í morgun.Vísir/Vilhelm Vísir fjallaði um vitnisburð Arnars Þórs í morgun. Þórður Snær Júlíusson bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Hann svaraði spurningum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar verjanda síns en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, bar ekki upp neinar spurningar. Þórður sagðist aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra hjá Samherja, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum eð nokkrum manni. Sagði hann með engum hætti hægt að sýna fram á að þessar staðhæfingar Páls Vilhjálmssonar eigi nokkra stoð í raunveruleikanum. Reglulega með leynileg gögn undir höndum Þórður tók fram að hann hefði starfað í átján ár við blaðamennsku. Aðspurður hvort hann væri mikið að vinna með aðsend gögn og heimildarmenn sem ekki væri hægt að greina frá, sagðist Þórður Snær fást við slíkt alla daga. Hann sagði hafa verið löng tímabil þar sem mikið væru um slík gögn, til dæmis í kringum bankahrunið, þar sem honum hefðu oft borist gögn sem mikil leynd átti að ríkja yfir. Þá sagðist Þórður oft á ári vera með gögn sem þyrfti að leggja mat á hvort þau ættu erindi við almenning og tók fram að oft sé um að ræða gögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Það séu þó ekki blaðamennirnir sem afli þeirra heldur fái þeir gögnin send. Þórður Snær hefur ritstýrt Kjarnanum undanfarin ár. Kjarninn sameinaðist Stundinni á dögunum.Vísir/Vilhelm Líkt og Arnar Þór hafði gert stuttu áður sagði Þórður Snær að honum hefði verið brugðið þegar hann sá ummæli Páls Vilhjálmssonar. Hann sagðist þó ýmsu vanur úr þeirri átt, að Páll hefði reglulega skrifað pistla um hann og kollega hans. Sagðist hann haft þá meginreglu að svara skrifunum ekki heldur leiða þau hjá sér, hann hefði brennt sig á því áður, því annars magnaðist Páll allur upp. Þórði sagðist ekki síst brugðið vegna þess að í aðdraganda og eftirmálum skrifanna sem um ræðir hafi Páll Vilhjálmsson fengið að koma fram í hinum ýmsu fjölmiðlum, og nefndi í því samhengi Dagmál á Mbl og Bítið á Bylgjunni þar sem þessi mál voru rædd. „Þar gekk hann svo langt að segja að við hefðum gert þetta, hann var ekkert að skrifa sig í kringum það eins og hann gerir oft eða ýja að því heldur sagði með berum orðum að við bærum ábyrgð á þessari byrlun og þessum símastuldi,“ sagði Þórður Snær. „Þetta sló mig verulega“ Þórður sagðist í kjölfarið hafa þurft að útskýra ítrekað fyrir fjölskyldu sinni og fjölmiðlafólki að þetta ætti sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Það kom mér á óvart hvað þetta sló mig. Ég hélt að ég væri orðinn brynjaðari. Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega,“ sagði hann. Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við þegar hann komst að því að Páll hafi fullyrt á bloggsíðu sinni að Þórður, ásamt fleirum, yrði ákærður fyrir refsiverða háttsemi, sagðist Þórður hafa séð fyrir sér að þurfa að „útskýra fyrir allskonar fólki hverskonar þvæla þetta væri.“ Þó hann vissi fullvel sjálfur að hann yrði ekki ákærður fyrir neitt væri það ekki almenn vitneskja. „Þessir miðlar, fréttin.is, Hringbraut, DV, fleiri miðlar, þetta er alltaf það sama. Það kemur út staðhæfing um eitthvað, svo þarf maður að útskýra hverskonar þvæla þetta er, það tekur frá manni orku. Þegar svona alvarlegir hlutir eru undir, bæði faglega og persónulega, að vera ásakaður um það að fremja alvarlegt persónulegt brot, þá hefur það áhrif." Arnar Þór Ingólfsson ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni hans.Vísir/Vilhelm Skipstjóranum hefði ekki hafa verið byrlað Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður blaðamannanna, spurði Þórð út í yfirheyrslu sem hann og Arnar voru boðaðir í hjá lögreglu í ágúst á síðasta ári. Þórður, líkt og Arnar Þór, svaraði að sú rannsókn beindist að meintum brotum á 228. og 229. greinar hegningarlaga, það er brotum gegn friðhelgi einkalífs. Sagði hann líta út fyrir að lögregla vilji láta dómsstóla dæma um hvar línan sé dregin um hvað eigi að gera við gögn sem séu illa fengin. Þá sagðist hann hafa spurt sérstaklega hvort rannsóknin tengdist á einhvern hátt byrlun eða símastuldi en fengið þau svör að svo væri ekki. Þórður tók einnig fram að skýrsla réttarmeinafræðings hafi sýnt fram á að Páli Steingímssyni hefði ekki verið byrlað. Var gefinn möguleiki á að biðjast afsökunar Vilhjálmur lagði í málflutningi sínum að vitnisburði loknum áherslu á að stefnan í málinu væri ítarleg og studd ýmsum gögnum. Hann sagði Pál hafa skrifað á þriðja tug greina eða bloggfærslna þar til umrædd ummæli voru látin falla, þar sem hann fullyrti án nokkurs fyrirvara að Arnar Þór og Þórður Snær ættu beina eða óbeina aðild að byrlun skipstjórans og því að símanum hans hafi verið stolið. Í apríl 2022 var Páli sent kröfubréf þar sem honum voru gefnir möguleikar á því að biðjast afsökunar á ummælunum, draga þau til baka og viðurkenna að þau hafi verið röng. Á það var ekki fallist og því hafi verið ákveðið að höfða þetta mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætir hagsmuna blaðamanna Heimildarinnar í málinu.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur sagði Pál og verjanda hans ekki hafa lagt fram nein gögn, ekki leitt fram nein vitni og ekki sagt neitt sem ýtir undir sannleiksgildi ummælanna. „Það er eins og hann líti á tjáningarfrelsi sem einangruð réttindi sem hann getur notað og brúkað að vild, án þess að hann þurfi að taka tillit til réttinda og annarra, svo sem friðhelgi einkalífsins, æruverndar fólks og réttinda til að vera litinn saklaus þar til sekt er sönnuð,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði þá staðreynd að Páll titli sig á bloggsíðu sinni sem blaðamann hafa þá þýðingu að lesendur standi í þeirri trú að hann sé það í raun og veru. „Og almenningur sem betur fer, hefur ríkari tilhneigingu til að trúa og treysta því sem blaðamenn segja heldur en almennir borgarar á bloggsvæðum eða Facebook. Það hefur þýðingu að vera blaðamaður og því fylgja ákveðnar skyldur." Sagði málið ekki flókið Í málflutningi sínum sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls Vilhjálmssonar, að málið væri ekki flókið. Páll hafi einfaldlega verið að lýsa skoðunum sínum og að ákvæði um tjáningarfrelsi bæri að túlka þröngt. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls Vilhjálmssonar. Þá vísaði Sigurður ítrekað í „viðkvæma blaðamenn“ og rifjaði upp þegar lögreglumaður á Norðurlandi Eystra sagði blaðamenn sem hefðu gengið hve harðast gegn Samherja svo viðkvæma „að þeir ættu að fást við blómaskreytingar.“ Sigurður sagði að þó Páll kynni að hafa farið ógætilega með orðræðu í málinu væru skrif hans byggð á opinberum gögnum og að engar rangar sakargiftir hafi verið hafðar uppi. Hann fór fram á sýknu gegn Páli og sagði kröfuna byggða á því að tjáningarfrelsi væri varðveitt. Málskostnaður hleypur á milljónum Arnar Þór og Þórður Snær fóru fram á miskabætur frá Páli upp á eina og hálfa milljón hvor. Auk þess krefjast þeir þess að hann greiði allan málskostnað. Vilhjálmur tók fram í málflutningu sínum að tímakaup hans væri fimmtíu þúsund krónur á tímann, og að hann hefði eytt um fimmtíu tímum í málið sem gerir þóknun hans um tvær og hálfa milljón að frátöldum virðisaukaskatti. Sigurður vildi taka það fram að hans tímakaup væri þrjátíu og tvö þúsund krónur á tímann og bað dómara að hafa það í huga. Varðandi miskabótakröfu sagði Sigurður: „Vilhjálmur virðist telja að þessi ummæli hafi meitt stefnendur svo mikið að það beri að greiða þeim miskabætur sem eru svo háar að þær eru á pari við miskabætur vegna stórslyss.“ Þá bentu báðir lögmennirnir á hin ýmsu dómafordæmi sem snúa að tjáningarfrelsi og ærumeiðingum. Búist er við dómi í málinu eftir um fjórar vikur. Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í vitnisburði Þórðar Snæs Júlíussonar í morgun, við aðalmeðferð máls sem hann, ásamt Arnari Þór Ingólfssyni, höfðaði gegn Páli Vilhjálmsyni. Tilefnið voru ummæli sem Páll lét falla á bloggsíðu sinni þar sem hann sagði mennina eiga aðild að byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra og stuldi á síma hans. Páli var einnig stefnt fyrir skrif sín þar sem hann fullyrti að saksóknari myndi gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla. Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, við aðalmeðferð málsins í morgun.Vísir/Vilhelm Vísir fjallaði um vitnisburð Arnars Þórs í morgun. Þórður Snær Júlíusson bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Hann svaraði spurningum Vilhjálms H. Vilhjálmssonar verjanda síns en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, bar ekki upp neinar spurningar. Þórður sagðist aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra hjá Samherja, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum eð nokkrum manni. Sagði hann með engum hætti hægt að sýna fram á að þessar staðhæfingar Páls Vilhjálmssonar eigi nokkra stoð í raunveruleikanum. Reglulega með leynileg gögn undir höndum Þórður tók fram að hann hefði starfað í átján ár við blaðamennsku. Aðspurður hvort hann væri mikið að vinna með aðsend gögn og heimildarmenn sem ekki væri hægt að greina frá, sagðist Þórður Snær fást við slíkt alla daga. Hann sagði hafa verið löng tímabil þar sem mikið væru um slík gögn, til dæmis í kringum bankahrunið, þar sem honum hefðu oft borist gögn sem mikil leynd átti að ríkja yfir. Þá sagðist Þórður oft á ári vera með gögn sem þyrfti að leggja mat á hvort þau ættu erindi við almenning og tók fram að oft sé um að ræða gögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Það séu þó ekki blaðamennirnir sem afli þeirra heldur fái þeir gögnin send. Þórður Snær hefur ritstýrt Kjarnanum undanfarin ár. Kjarninn sameinaðist Stundinni á dögunum.Vísir/Vilhelm Líkt og Arnar Þór hafði gert stuttu áður sagði Þórður Snær að honum hefði verið brugðið þegar hann sá ummæli Páls Vilhjálmssonar. Hann sagðist þó ýmsu vanur úr þeirri átt, að Páll hefði reglulega skrifað pistla um hann og kollega hans. Sagðist hann haft þá meginreglu að svara skrifunum ekki heldur leiða þau hjá sér, hann hefði brennt sig á því áður, því annars magnaðist Páll allur upp. Þórði sagðist ekki síst brugðið vegna þess að í aðdraganda og eftirmálum skrifanna sem um ræðir hafi Páll Vilhjálmsson fengið að koma fram í hinum ýmsu fjölmiðlum, og nefndi í því samhengi Dagmál á Mbl og Bítið á Bylgjunni þar sem þessi mál voru rædd. „Þar gekk hann svo langt að segja að við hefðum gert þetta, hann var ekkert að skrifa sig í kringum það eins og hann gerir oft eða ýja að því heldur sagði með berum orðum að við bærum ábyrgð á þessari byrlun og þessum símastuldi,“ sagði Þórður Snær. „Þetta sló mig verulega“ Þórður sagðist í kjölfarið hafa þurft að útskýra ítrekað fyrir fjölskyldu sinni og fjölmiðlafólki að þetta ætti sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Það kom mér á óvart hvað þetta sló mig. Ég hélt að ég væri orðinn brynjaðari. Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega,“ sagði hann. Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við þegar hann komst að því að Páll hafi fullyrt á bloggsíðu sinni að Þórður, ásamt fleirum, yrði ákærður fyrir refsiverða háttsemi, sagðist Þórður hafa séð fyrir sér að þurfa að „útskýra fyrir allskonar fólki hverskonar þvæla þetta væri.“ Þó hann vissi fullvel sjálfur að hann yrði ekki ákærður fyrir neitt væri það ekki almenn vitneskja. „Þessir miðlar, fréttin.is, Hringbraut, DV, fleiri miðlar, þetta er alltaf það sama. Það kemur út staðhæfing um eitthvað, svo þarf maður að útskýra hverskonar þvæla þetta er, það tekur frá manni orku. Þegar svona alvarlegir hlutir eru undir, bæði faglega og persónulega, að vera ásakaður um það að fremja alvarlegt persónulegt brot, þá hefur það áhrif." Arnar Þór Ingólfsson ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni hans.Vísir/Vilhelm Skipstjóranum hefði ekki hafa verið byrlað Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður blaðamannanna, spurði Þórð út í yfirheyrslu sem hann og Arnar voru boðaðir í hjá lögreglu í ágúst á síðasta ári. Þórður, líkt og Arnar Þór, svaraði að sú rannsókn beindist að meintum brotum á 228. og 229. greinar hegningarlaga, það er brotum gegn friðhelgi einkalífs. Sagði hann líta út fyrir að lögregla vilji láta dómsstóla dæma um hvar línan sé dregin um hvað eigi að gera við gögn sem séu illa fengin. Þá sagðist hann hafa spurt sérstaklega hvort rannsóknin tengdist á einhvern hátt byrlun eða símastuldi en fengið þau svör að svo væri ekki. Þórður tók einnig fram að skýrsla réttarmeinafræðings hafi sýnt fram á að Páli Steingímssyni hefði ekki verið byrlað. Var gefinn möguleiki á að biðjast afsökunar Vilhjálmur lagði í málflutningi sínum að vitnisburði loknum áherslu á að stefnan í málinu væri ítarleg og studd ýmsum gögnum. Hann sagði Pál hafa skrifað á þriðja tug greina eða bloggfærslna þar til umrædd ummæli voru látin falla, þar sem hann fullyrti án nokkurs fyrirvara að Arnar Þór og Þórður Snær ættu beina eða óbeina aðild að byrlun skipstjórans og því að símanum hans hafi verið stolið. Í apríl 2022 var Páli sent kröfubréf þar sem honum voru gefnir möguleikar á því að biðjast afsökunar á ummælunum, draga þau til baka og viðurkenna að þau hafi verið röng. Á það var ekki fallist og því hafi verið ákveðið að höfða þetta mál. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætir hagsmuna blaðamanna Heimildarinnar í málinu.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur sagði Pál og verjanda hans ekki hafa lagt fram nein gögn, ekki leitt fram nein vitni og ekki sagt neitt sem ýtir undir sannleiksgildi ummælanna. „Það er eins og hann líti á tjáningarfrelsi sem einangruð réttindi sem hann getur notað og brúkað að vild, án þess að hann þurfi að taka tillit til réttinda og annarra, svo sem friðhelgi einkalífsins, æruverndar fólks og réttinda til að vera litinn saklaus þar til sekt er sönnuð,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði þá staðreynd að Páll titli sig á bloggsíðu sinni sem blaðamann hafa þá þýðingu að lesendur standi í þeirri trú að hann sé það í raun og veru. „Og almenningur sem betur fer, hefur ríkari tilhneigingu til að trúa og treysta því sem blaðamenn segja heldur en almennir borgarar á bloggsvæðum eða Facebook. Það hefur þýðingu að vera blaðamaður og því fylgja ákveðnar skyldur." Sagði málið ekki flókið Í málflutningi sínum sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls Vilhjálmssonar, að málið væri ekki flókið. Páll hafi einfaldlega verið að lýsa skoðunum sínum og að ákvæði um tjáningarfrelsi bæri að túlka þröngt. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls Vilhjálmssonar. Þá vísaði Sigurður ítrekað í „viðkvæma blaðamenn“ og rifjaði upp þegar lögreglumaður á Norðurlandi Eystra sagði blaðamenn sem hefðu gengið hve harðast gegn Samherja svo viðkvæma „að þeir ættu að fást við blómaskreytingar.“ Sigurður sagði að þó Páll kynni að hafa farið ógætilega með orðræðu í málinu væru skrif hans byggð á opinberum gögnum og að engar rangar sakargiftir hafi verið hafðar uppi. Hann fór fram á sýknu gegn Páli og sagði kröfuna byggða á því að tjáningarfrelsi væri varðveitt. Málskostnaður hleypur á milljónum Arnar Þór og Þórður Snær fóru fram á miskabætur frá Páli upp á eina og hálfa milljón hvor. Auk þess krefjast þeir þess að hann greiði allan málskostnað. Vilhjálmur tók fram í málflutningu sínum að tímakaup hans væri fimmtíu þúsund krónur á tímann, og að hann hefði eytt um fimmtíu tímum í málið sem gerir þóknun hans um tvær og hálfa milljón að frátöldum virðisaukaskatti. Sigurður vildi taka það fram að hans tímakaup væri þrjátíu og tvö þúsund krónur á tímann og bað dómara að hafa það í huga. Varðandi miskabótakröfu sagði Sigurður: „Vilhjálmur virðist telja að þessi ummæli hafi meitt stefnendur svo mikið að það beri að greiða þeim miskabætur sem eru svo háar að þær eru á pari við miskabætur vegna stórslyss.“ Þá bentu báðir lögmennirnir á hin ýmsu dómafordæmi sem snúa að tjáningarfrelsi og ærumeiðingum. Búist er við dómi í málinu eftir um fjórar vikur.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent