Tilgangurinn með húsnæðisstuðningi ekki að „fita leigufélögin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 17:23 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mörgum hafi misboðið þegar fréttir tóku að spyrjast út af hækkandi leiguverði og háum arðgreiðslum út úr leigufélögum eftir að stjórnvöld juku við húsnæðisstuðning í aðgerðum til að liðka fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hækkuðu ekki húsnæðisstuðning til að fita tiltekin leigufélög. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í svari sínu við fyrirspurn sem Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar lagði fyrir hana á Alþingi í dag. Jóhann Páll vildi fá að vita hvort stjórnvöld hygðust ráðast í frekari aðgerðir til að stemma stigu við ískyggilega verðbólguþróun og spurði sérstaklega út í leigubremsu í því samhengi. „Má þá vænta þess að það komi hingað inn frumvarp um leigubremsu á þessu ári? Að hæstvirtur innviðaráðherra hafi forgöngu um það? Er pólitískur vilji til þess inn í ríkisstjórninni? Að ráðast í alvöru aðgerðir sem tryggja meðal annars að aukinn húsnæðisstuðningur leki ekki bara beint út í leiguverð heldur styðji raunverulega við tekjulægsta fólkið á húsnæðismarkaði?“ spurði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vildi fá að vita hvort og þá hver næstu skref ríkisstjórnarinnar yrðu til að stemma stigu við verðbólgu.Vísir/Vilhelm Katrín vísaði þá til þeirra aðgerða sem voru kynnt fyrir áramót í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en ein af þeim var að koma á fót starfshópi með aðkomu aðila vinnumarkaðarins sem ætlað er að endurskoða húsaleigulög með það fyrir augum að bæta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Sagði Katrín að starfshópurinn myndi skila af sér tillögum jafnt og þétt en treysti sér ekki til að segja hvenær þær myndu líta dagsins ljós. „Ég held að mörgum hafi hreinlega verið mjög misboðið þegar og nánast á sama tíma og stjórnvöld gripu til þess ráðs að hækka húsnæðisstuðning – sem var þörf aðgerð, bæði til eigenda og leigjenda – að þá heyrðist ekki bara af miklum hækkunum á leiguverði heldur líka gríðarlega háum arðgreiðslum út úr vissum leigufélögum. Þannig að ég vil nú trúa því að það sé vilji til þess hér á þingi, þvert á flokka, til að takast á við þetta. Ég get bara tekið undir með háttvirtum þingmanni að það er auðvitað ekki þannig að við séum að hækka húsnæðisstuðning til að fita þessi leigufélög, það er alveg skýrt.“ Leigumarkaður Alþingi Verðlag Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Jóhann Páll vildi fá að vita hvort stjórnvöld hygðust ráðast í frekari aðgerðir til að stemma stigu við ískyggilega verðbólguþróun og spurði sérstaklega út í leigubremsu í því samhengi. „Má þá vænta þess að það komi hingað inn frumvarp um leigubremsu á þessu ári? Að hæstvirtur innviðaráðherra hafi forgöngu um það? Er pólitískur vilji til þess inn í ríkisstjórninni? Að ráðast í alvöru aðgerðir sem tryggja meðal annars að aukinn húsnæðisstuðningur leki ekki bara beint út í leiguverð heldur styðji raunverulega við tekjulægsta fólkið á húsnæðismarkaði?“ spurði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar vildi fá að vita hvort og þá hver næstu skref ríkisstjórnarinnar yrðu til að stemma stigu við verðbólgu.Vísir/Vilhelm Katrín vísaði þá til þeirra aðgerða sem voru kynnt fyrir áramót í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en ein af þeim var að koma á fót starfshópi með aðkomu aðila vinnumarkaðarins sem ætlað er að endurskoða húsaleigulög með það fyrir augum að bæta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Sagði Katrín að starfshópurinn myndi skila af sér tillögum jafnt og þétt en treysti sér ekki til að segja hvenær þær myndu líta dagsins ljós. „Ég held að mörgum hafi hreinlega verið mjög misboðið þegar og nánast á sama tíma og stjórnvöld gripu til þess ráðs að hækka húsnæðisstuðning – sem var þörf aðgerð, bæði til eigenda og leigjenda – að þá heyrðist ekki bara af miklum hækkunum á leiguverði heldur líka gríðarlega háum arðgreiðslum út úr vissum leigufélögum. Þannig að ég vil nú trúa því að það sé vilji til þess hér á þingi, þvert á flokka, til að takast á við þetta. Ég get bara tekið undir með háttvirtum þingmanni að það er auðvitað ekki þannig að við séum að hækka húsnæðisstuðning til að fita þessi leigufélög, það er alveg skýrt.“
Leigumarkaður Alþingi Verðlag Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21 Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00 Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi 13. desember 2022 15:21
Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49
Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 11. desember 2022 16:00
Kallar eftir neyðarlögum um leigufélög og myndarlegri aðkomu ríkisins Formaður VR segir að það muni líklega ekki taka lengri tíma en daginn í dag til að meta hvort flötur sé á samningi við Samtök atvinnulífsins. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórnin liðki fyrir viðræðum og helst með neyðarlögum um leigufélög. Staða til dæmis leigjenda og fólks með húsnæðislán með breytilegum vöxtum sé alvarlegri en svo að kjarasamningar einir og sér dugi til. 7. desember 2022 13:27