Bylgja streptókokka á uppleið og sýkingin svæsnari en áður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 15:45 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir fylgist náið með þróuninni. Vísir/Egill Sú bylgja streptókokka sem nú herjar á landsmenn er enn á uppleið og veldur alvarlegri sýkingum en áður. Þetta segir Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Það sé mikilvægt að foreldrar barna með sýkinguna hlusti á innsæið og grípi inn í ef þeir fái á tilfinninguna að sýking barna þeirra sé að þróast til verri vegar. „Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
„Þetta er sá árstími sem þessar sýkingar hafa yfirleitt látið á sér kræla en það hefur verið óvenjumikið um þetta núna miðað við það sem við höfum séð á fyrri árum.“ Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, greindi frá því í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á RÚV, að þrír, hið minnsta, hefðu látist úr streptakokkasýkingum og fleiri en sextíu þurft að leggjast inn á spítala vegna sýkingar. „Við höfum í samtölum við lækna á Landspítalanum heyrt að það hefur verið mikið um innlagnir bæði hjá börnum og fullorðnum vegna alvarlegra sýkinga og þar með talið á gjörgæslu og að fjöldinn á þessu ári sé allavega orðinn jafn mikill eða ekki umfram það sem gerist á heilu ári,“ útskýrir Guðrún sem var spurð hvað valdi því að fleiri sýkjast nú og verr en áður? Hefur einhver stökkbreyting átt sér stað? „Nei, við höfum ekki upplýsingar um að þetta sé stökkbreyting. Það voru reyndar fréttir frá Danmörku um að það væri nýr stofn þar en það er ekki sá sami sem við höfum endilega séð hér. Þetta er í skoðun.“ Þá sé ekki vitað hvers vegna landsmenn virðast liggja svo vel við höggi líkt og komið hefur í ljós í vetur. „Þetta er baktería sem fólk ber í sér líka, það er um tíu prósent fólks sem ber þessa bakteríu og er ekkert meint af og venjulega veldur þetta vægum sýkingum en getur valdið þessum alvarlegu sýkingum en það getur verið að þetta hafi með það að gera að það hefur kannski verið eitthvað minna um þetta undanfarið eða hugsanlega einhver stofn sem er að valda meiri usla, það er ekki alveg útséð.“ Guðrún segir að það sé mikilvægt að leita til læknis ef grunur er um streptókokkasýkingu. Einkenni geta verið hálsbólga og útbrot. „Þetta gengur oftast yfir en þetta geta orðið að alvarlegum sýkingum og þá er mikilvægt að grípa inn í sem fyrst,“ segir Guðrún. En hvernig getur fólk vitað að sýking sé orðin alvarleg og að tími sé kominn til að grípa inn í. „Fólk er komið kannski með háan hita, það eru komin útbrot, einkenni sem fólk hefur áhyggjur af. Það er oft þessi tilfinning eins og hjá foreldrum um að eitthvað sé ekki í lagi, þá þarf að hlusta á hana. Það eru svona almenn einkenni veikinda. Þetta getur lagst á ýmis líffæri, það getur farið í vöðva, það geta verði sýkingar í lungum og brjóstholi. Það þarf bara að vera vakandi fyrir því ef þróunin er ekki í rétta átt og fólki er ekki að batna eftir einhverja daga.“ Erfitt sé að segja til um endalok streptókokkabylgjunnar. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum þá hefur þetta verið enn á uppleið þannig að það er erfitt að spá fyrir um hvenær þetta fari niður. Það má alveg eiga von á því að þetta verði eitthvað áfram.“ Þessi bylgja sýkinga er síst bundin við Ísland. „Þetta er á mörgum stöðum ekki skráningarskylt en það eru samt lönd sem hafa verið að birta tölur og upplýsingar um þetta. Það kom nú fyrst frá Bretlandi í haust en síðan hafa önnur lönd í Evrópu, þar á meðal Danmörk séð þetta sama. Það voru einnig fréttir frá Bandaríkjunum þannig að þetta er ekki aðeins bundið við okkur.“ Guðrún segir að blessunarlega sé ýmislegt sem hægt sé að gera til að bæði forðast sýkingu og vinna bug á henni. Þar komi sóttvarnir sterkar inn og sýklalyf við verri sýkingum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40 Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. 20. febrúar 2023 09:40
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Dæmi um að börn hafi verið hætt komin vegna streptókokkasýkingar Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem nú gengur yfir. Sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins. 10. janúar 2023 21:01