Innlent

Bilun í Nesjavallavirkjun

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.
Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri. Stöð 2/Einar Árnason.

Bilun kom upp í stjórnbúnaði Nesjavallavirkjunar á sjötta tímanum nú síðdegis með þeim afleiðingum að öll orkuvinnsla í virkjuninni, hvort tveggja á heitu vatni og rafmagni, stöðvaðist.

Fram kemur í tilkynningu frá Orku náttúrunnar að brugðist hafi verið skjótt við og var heitavatnsvinnsla komin af stað um klukkustund eftir bilunina. 

Ekki er útlit fyrir að til skerðinga komi á afhendingu á heitu vatni.

Starfsfólk Orku náttúrunnar vinnur nú að því að ræsa raforkuvinnsluna að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×