The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn Heiðar Sumarliðason skrifar 11. mars 2023 11:52 George hefur séð tímana tvenna, jafnvel þrenna. Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. Þetta er vegna þess að heimurinn er sífellt að enda, mest megnis vegna kjarnorkustyrjaldar, oftast í boði rússneskra yfirvalda. Þetta þarf því að lagfæra og er hópi útsendara falið að koma í veg fyrir hinn svokallaða heimsendaatburð. Starfshópurinn inniheldur Breta, Dani og Íslending (meira um það síðar)! Þessir útsendarar eru fágætt fólk með genastökkbreytingu sem verður til þess að það gerir sér grein fyrir að átt hefur verið við tímalínuna, sem og einstaklingar sem fengið hefur sprautu sem opnar á að þeir verða meðvitaðir um tímastökkin. Þessi stökkbreyttu „X-Menni“ eru svo dregin inn í hið svokallaða Lazarus Project og er George einn þeirra. Útsendararnir höndla þessa vitneskju eðlilega misvel og fyrir suma er freisting þess að reyna að koma af stað heimsendaatburði af sjálfselskulegum tilgangi of mikill. Þetta eru til að byrja með illmenni sögunnar, fólk sem hafa svikið lit til að þjóna eigin hagsmunum. Hinn yfirvofandi viðsnúningur og svik George svífa yfir vötnum frá upphafi, freistingin til að laga persónulegan harmleik er of sterk. Allir hrifnir af góðu tímaflakki Sjálfur er ég algjör sökker fyrir góðum tímaflakkssögum: Back to the Future, Terminator, About Time, Groundhog Day og Edge of Tomorrow, allt frábærar fantasíumyndir. Sjálfsagt er hrifning mín og annarra á þessari kvikmyndategund tengd hinni mjög mannlegu hneigð að dvelja um of í fortíðinni, að vera sífellt að rifja upp erfiða atburði og reyna einhvern veginn að ná stjórn á þeim en geta það þó engan veginn. Því væri ofboðslega þægilegt að geta farið aftur í tímann, dregið til baka orð og gjörðir, eða komið í veg fyrir slys og dauðsföll ástvina. Líkt og Paapa Essiedu gerði Tom Cruise hlutina aftur og aftur í Edge of Tomorrow. Tímaflakkssögur virka mjög vel því þær innihalda svo sterkan og mikilvægan ásetning aðalpersónunnar, harmurinn sem þarf að leiðrétta er ávallt það sterkur að auðvelt er að ná áhorfendum á band aðalpersónunnar. Höfundur The Lazarus Project er Bretinn Joe Barton, sem hefur að undaförnu verið mjög áberandi á helstu streymisveitum. Hann skrifaði m.a. kvikmyndina Encounter, sem Amazon Prime frumsýndi í fyrra, sem og Netflix þáttaröðin Giri/Haji og Netflix hrollvekjuna The Ritual. Það er enn ein streymisveitan sem stendur að baki The Lazarus Project, hin breska Sky Max. Það gerist öðru hvoru að þættir frá Sky reka að fjörur okkar, oftast eru þeir frekar mikið miðjumoð, t.d. David Schwimmer þáttaröðin Intelligece, þó kemur fyrir að þær hitta í mark eins og The Gangs of London. The Lazarus Project fellur í síðari flokkinn og er mjög frambærilegt sjónvarpsefni. Hún er kannski ekki frumlegasta eða fágaðasta þáttaröð sem við höfum séð, en ætti að halda meðal áhorfandanum við efnið og gott betur. Mikil ábyrgð hvílir á herðum aðalleikarans Paapa Kwaakye Essiedu þar sem framvindan er á þann máta að þó hann hefji leik sem afdráttarlaus hetja sögunnar, þá breytist það á ákveðnum tímapunkti. Þá færist fókusinn yfir á aðrar persónur og þáttaröðin undirgengst eins konar endurræsingu, illmenni fá sitt pláss í sviðsljósinu og samhygð okkar flyst til þeirra. Tom Burke við tökur á þáttaröð 2 af The Lazarus Project. Það eru þeir Rudi Dharmalingam og Tom Burke sem fara með hlutverk Shiv og Rebrov sem til að byrja með eru helstu antagonistar George í sögunni, en svo er farið til baka, sagan endurræst og við fáum forsögu þeirra. Höfundurinn Barton fer mjög vel með þessa endurræsingu og nær bæði að hlaða áhorfandann fullan af samúð gangvart Shiv og Rebrov, sem og að gera það á spennandi máta. Það eru nefnilega ekki allir höfundar færir um að gera slíka endurræsingu áhugaverða. Það eru auðvitað ýmsir sem hafa notað þetta stílbragð og oftast verður það til þess að spennan stöðvast á meðan verið er að koma upplýsingum um nýja aðalpersónuna til skila. Barton fellur ekki í þá gryfju. Hann gerir líka vel með persónu George, því þó við „missum“ hann um tíma eru skrifin það vel heppnuð og Essiedu með það mikinn leiksjarma, að þegar hann snýr aftur í hús tökum við honum opnum örmum og samhygðartaugin glataðist ekki. Greta áhyggjufull að vanda, enda með heiminn á herðunum. Íslenska leikkonan Salóme Gunnarsdóttir leikur í þáttunum. Ég sá hana fyrst í uppfærslu Stúdentaleikhússins á sýningunni Gestasprettir árið 2009. Það voru óvenjumargir leikarar í þeirri sýningu, en hún bar af og ég hugsaði strax: Þetta er stjarna! Það olli mér því töluverðum vonbrigðum hve lítið hlutverk hennar er hér. Hún leikur einn útsendara Lazarus Project og er fullmikið í bakgrunninum fyrir minn smekk, hún á meira skilið enda oft sýnt hversu góð leikkona hún er. T.d. leikur hún Patriciu Wayne í Batman þáttunum Pennyworth og af því sem ég hef séð frá henni þar, neglir hún allar sínar senur með bravúr. Hins vegar endar lokaþátturinn á þann veg að augljóst er að meira er í vændum og vonandi fær hún Greta hennar Salóme meira að gera þá. Ég bíð a.m.k. spenntur eftir framhaldinu en tökur á annarri þáttaröð standa nú yfir. Niðurstaða: The Lazarus Project er virkilega frambærilegur tímaflakks vísindaskáldskapur sem vel er hægt að mæla með. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þetta er vegna þess að heimurinn er sífellt að enda, mest megnis vegna kjarnorkustyrjaldar, oftast í boði rússneskra yfirvalda. Þetta þarf því að lagfæra og er hópi útsendara falið að koma í veg fyrir hinn svokallaða heimsendaatburð. Starfshópurinn inniheldur Breta, Dani og Íslending (meira um það síðar)! Þessir útsendarar eru fágætt fólk með genastökkbreytingu sem verður til þess að það gerir sér grein fyrir að átt hefur verið við tímalínuna, sem og einstaklingar sem fengið hefur sprautu sem opnar á að þeir verða meðvitaðir um tímastökkin. Þessi stökkbreyttu „X-Menni“ eru svo dregin inn í hið svokallaða Lazarus Project og er George einn þeirra. Útsendararnir höndla þessa vitneskju eðlilega misvel og fyrir suma er freisting þess að reyna að koma af stað heimsendaatburði af sjálfselskulegum tilgangi of mikill. Þetta eru til að byrja með illmenni sögunnar, fólk sem hafa svikið lit til að þjóna eigin hagsmunum. Hinn yfirvofandi viðsnúningur og svik George svífa yfir vötnum frá upphafi, freistingin til að laga persónulegan harmleik er of sterk. Allir hrifnir af góðu tímaflakki Sjálfur er ég algjör sökker fyrir góðum tímaflakkssögum: Back to the Future, Terminator, About Time, Groundhog Day og Edge of Tomorrow, allt frábærar fantasíumyndir. Sjálfsagt er hrifning mín og annarra á þessari kvikmyndategund tengd hinni mjög mannlegu hneigð að dvelja um of í fortíðinni, að vera sífellt að rifja upp erfiða atburði og reyna einhvern veginn að ná stjórn á þeim en geta það þó engan veginn. Því væri ofboðslega þægilegt að geta farið aftur í tímann, dregið til baka orð og gjörðir, eða komið í veg fyrir slys og dauðsföll ástvina. Líkt og Paapa Essiedu gerði Tom Cruise hlutina aftur og aftur í Edge of Tomorrow. Tímaflakkssögur virka mjög vel því þær innihalda svo sterkan og mikilvægan ásetning aðalpersónunnar, harmurinn sem þarf að leiðrétta er ávallt það sterkur að auðvelt er að ná áhorfendum á band aðalpersónunnar. Höfundur The Lazarus Project er Bretinn Joe Barton, sem hefur að undaförnu verið mjög áberandi á helstu streymisveitum. Hann skrifaði m.a. kvikmyndina Encounter, sem Amazon Prime frumsýndi í fyrra, sem og Netflix þáttaröðin Giri/Haji og Netflix hrollvekjuna The Ritual. Það er enn ein streymisveitan sem stendur að baki The Lazarus Project, hin breska Sky Max. Það gerist öðru hvoru að þættir frá Sky reka að fjörur okkar, oftast eru þeir frekar mikið miðjumoð, t.d. David Schwimmer þáttaröðin Intelligece, þó kemur fyrir að þær hitta í mark eins og The Gangs of London. The Lazarus Project fellur í síðari flokkinn og er mjög frambærilegt sjónvarpsefni. Hún er kannski ekki frumlegasta eða fágaðasta þáttaröð sem við höfum séð, en ætti að halda meðal áhorfandanum við efnið og gott betur. Mikil ábyrgð hvílir á herðum aðalleikarans Paapa Kwaakye Essiedu þar sem framvindan er á þann máta að þó hann hefji leik sem afdráttarlaus hetja sögunnar, þá breytist það á ákveðnum tímapunkti. Þá færist fókusinn yfir á aðrar persónur og þáttaröðin undirgengst eins konar endurræsingu, illmenni fá sitt pláss í sviðsljósinu og samhygð okkar flyst til þeirra. Tom Burke við tökur á þáttaröð 2 af The Lazarus Project. Það eru þeir Rudi Dharmalingam og Tom Burke sem fara með hlutverk Shiv og Rebrov sem til að byrja með eru helstu antagonistar George í sögunni, en svo er farið til baka, sagan endurræst og við fáum forsögu þeirra. Höfundurinn Barton fer mjög vel með þessa endurræsingu og nær bæði að hlaða áhorfandann fullan af samúð gangvart Shiv og Rebrov, sem og að gera það á spennandi máta. Það eru nefnilega ekki allir höfundar færir um að gera slíka endurræsingu áhugaverða. Það eru auðvitað ýmsir sem hafa notað þetta stílbragð og oftast verður það til þess að spennan stöðvast á meðan verið er að koma upplýsingum um nýja aðalpersónuna til skila. Barton fellur ekki í þá gryfju. Hann gerir líka vel með persónu George, því þó við „missum“ hann um tíma eru skrifin það vel heppnuð og Essiedu með það mikinn leiksjarma, að þegar hann snýr aftur í hús tökum við honum opnum örmum og samhygðartaugin glataðist ekki. Greta áhyggjufull að vanda, enda með heiminn á herðunum. Íslenska leikkonan Salóme Gunnarsdóttir leikur í þáttunum. Ég sá hana fyrst í uppfærslu Stúdentaleikhússins á sýningunni Gestasprettir árið 2009. Það voru óvenjumargir leikarar í þeirri sýningu, en hún bar af og ég hugsaði strax: Þetta er stjarna! Það olli mér því töluverðum vonbrigðum hve lítið hlutverk hennar er hér. Hún leikur einn útsendara Lazarus Project og er fullmikið í bakgrunninum fyrir minn smekk, hún á meira skilið enda oft sýnt hversu góð leikkona hún er. T.d. leikur hún Patriciu Wayne í Batman þáttunum Pennyworth og af því sem ég hef séð frá henni þar, neglir hún allar sínar senur með bravúr. Hins vegar endar lokaþátturinn á þann veg að augljóst er að meira er í vændum og vonandi fær hún Greta hennar Salóme meira að gera þá. Ég bíð a.m.k. spenntur eftir framhaldinu en tökur á annarri þáttaröð standa nú yfir. Niðurstaða: The Lazarus Project er virkilega frambærilegur tímaflakks vísindaskáldskapur sem vel er hægt að mæla með.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira