Byrjaði upp á nýtt eftir röð áfalla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. mars 2023 10:57 Ed Sheeran ákvað að byrja upp á nýtt á plötunni sinni eftir röð áfalla. Getty/ Joseph Okpako Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran tilkynnti um væntanlega plötu í dag. Ásamt því opnaði hann sig um ýmsa erfiðleika sem hann hefur gengið í gegnum. Þessi röð áfalla olli því að hann byrjaði upp á nýtt á plötunni. Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos) Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Nýja platan mun nefnast Subtract. Hún fellur þar með inn í stærðfræðiþemað sem Sheeran hefur haldið sig við þegar kemur að því að finna nöfn á plöturnar. Í dagbókarfærslu sem Sheeran birti á Instagram-síðu sinni í dag segir hann frá erfiðleikum sem ollu því að hann ákvað að endurgera plötuna frá grunni. „Ég var búinn að vinna í Subtract í áratug, reyndi að móta hina fullkomnu órafmögnuðu plötu, skrifaði og tók upp hundruðir laga með skýra sýn á hvernig ég hélt að platan ætti að vera,“ segir hann. Leið eins og hann væri að drukkna Sheeran segir að í byrjun ársins 2022 hafi mikið gerst sem breytti lífi hans, geðheilsu og því hvernig hann horfir á tónlist og aðra list. „Á innan við einum mánuði sagði ólétta eiginkonan mín mér að hún væri með æxli og að hún gæti ekki farið í meðferð fyrr en eftir fæðinguna. Jamal, besti vinur minn sem var mér sem bróðir, lést skyndilega og ég þurfti að mæta í dómssal til að verja heiðarleika minn og feril sem lagahöfundur.“ Þetta hafði mikil áhrif á tónlistarmanninn sem segir að í kjölfarið hafi hann barist við ótta, þunglyndi og kvíða. „Mér leið eins og ég væri að drukkna, hausinn var undir yfirborðinu, ég leit upp en náði ekki að brjóta mér leið til þess að fá súrefni.“ Opnar dyr að sálinni Eftir þetta fannst Sheeran eins og hann gæti ekki gefið út lögin sem hann samdi fyrir þessa lífsreynslu. Að hans sögn hefði það ekki sýnt almennilega hvar hann er staddur í lífinu. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera plötuna upp á nýtt. Sheeran segir að hann sé að opna dyr að sálinni sinni með plötunni eins og hún er í dag. „Í fyrsta skipti er ég ekki að reyna að búa til plötu sem ég hugsa að fólk eigi eftir að líka við, ég er einfaldlega að gefa eitthvað út sem er hreinskilið og sýnir hvar ég er staddur í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)
Tónlist Geðheilbrigði Hollywood Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið