Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 11:29 Björgvin Víkingsson sagði upp störfum sem forstjóri Ríkiskaupa í lok febrúarmánaðar. Vísir/Vilhelm/Stjr „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.
Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33