Britney selur Calabasas ástarhreiðrið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. mars 2023 13:30 Britney hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu, þar sem margar af stærstu stjörnum Bandaríkjanna búa. Getty/ Alberto E. Rodriguez-Skjáskot Poppstjarnan Birtney Spears hefur selt heimili sitt í Calabasas í Kaliforníu. Um er að ræða sannkallaða höll sem hún keypti nokkrum dögum eftir að hún gekk í hjónaband með Sam Asghari á síðasta ári. Britney giftist eiginmanni sínum, fyrirsætunni og leikaranum Sam Asghari, í júní á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar festi Britney kaup á um þúsund fermetra glæsihýsi þar sem nýgiftu hjónin komu sér vel fyrir. Samkvæmt heimildum People vildi Britney nýtt upphaf á nýjum stað með eiginmanni sínum. Það hafi einnig verið henni hjartans mál að fá að velja sér húsnæði sjálf án þess að þurfa fá leyfi föður síns. Jamie Spears, faðir söngkonunnar, fór með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008 þar til hún fékk frelsi sitt að nýju fyrir um einu og hálfu ári síðan. Britney Spears og Sam Asghari gengu í hjónaband í júní á síðasta ári.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Með sérstakt gjafainnpökkunarherbergi Britney borgaði 1,6 milljarð íslenskra króna fyrir húsið þegar hún keypti það fyrir rúmu hálfu ári síðan. Í húsinu er meðal annars að finna sjö svefnherbergi, níu baðherbergi, bíósal og sérstakt gjafainnpökkunarherbergi. Það vakti athygli nú í janúar þegar Britney setti heimilið á sölu, aðeins sex mánuðum eftir að hún og Sam fluttu inn. Poppstjarnan óskaði eftir því að fá rúmlega 1,6 milljarð króna fyrir húsið eða um 200 milljónum meira en hún keypti það á. Nú um tveimur mánuðum síðar hefur verið greint frá því að húsið sé selt á 1,4 milljarð króna. Óvíst er hvert og hvers vegna Britney og Sam hyggjast flytja. Húsið er í Calabasas í Kaliforníu, þar sem margar af stærstu stjörnum Bandaríkjanna búa.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Húsið er byggt í svokölluðum Miðjarðarhafsstíl.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Stór sundlaug er við húsið.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Rúmgott eldhús fyrir kokkinn.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Hjónasvítan þar sem Britney og Sam hreiðruðu um sig eftir brúðkaupið.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Í húsinu er meðal annars að finna skrifstofu, gjafainnpökkunarherbergi og vínkjallara.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Hollywood Hús og heimili Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Britney gefur í skyn að hún sé gengin í hnapphelduna Bandaríska söngkonan Britney Spears og Sam Asghari virðast hafa gengið í það heilaga því í færslu á Instagram kallar hún Sam „eiginmann“ sinn. 5. mars 2022 10:06 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Britney giftist eiginmanni sínum, fyrirsætunni og leikaranum Sam Asghari, í júní á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar festi Britney kaup á um þúsund fermetra glæsihýsi þar sem nýgiftu hjónin komu sér vel fyrir. Samkvæmt heimildum People vildi Britney nýtt upphaf á nýjum stað með eiginmanni sínum. Það hafi einnig verið henni hjartans mál að fá að velja sér húsnæði sjálf án þess að þurfa fá leyfi föður síns. Jamie Spears, faðir söngkonunnar, fór með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008 þar til hún fékk frelsi sitt að nýju fyrir um einu og hálfu ári síðan. Britney Spears og Sam Asghari gengu í hjónaband í júní á síðasta ári.Getty/Axelle/Bauer-Griffin Með sérstakt gjafainnpökkunarherbergi Britney borgaði 1,6 milljarð íslenskra króna fyrir húsið þegar hún keypti það fyrir rúmu hálfu ári síðan. Í húsinu er meðal annars að finna sjö svefnherbergi, níu baðherbergi, bíósal og sérstakt gjafainnpökkunarherbergi. Það vakti athygli nú í janúar þegar Britney setti heimilið á sölu, aðeins sex mánuðum eftir að hún og Sam fluttu inn. Poppstjarnan óskaði eftir því að fá rúmlega 1,6 milljarð króna fyrir húsið eða um 200 milljónum meira en hún keypti það á. Nú um tveimur mánuðum síðar hefur verið greint frá því að húsið sé selt á 1,4 milljarð króna. Óvíst er hvert og hvers vegna Britney og Sam hyggjast flytja. Húsið er í Calabasas í Kaliforníu, þar sem margar af stærstu stjörnum Bandaríkjanna búa.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Húsið er byggt í svokölluðum Miðjarðarhafsstíl.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Stór sundlaug er við húsið.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Rúmgott eldhús fyrir kokkinn.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Hjónasvítan þar sem Britney og Sam hreiðruðu um sig eftir brúðkaupið.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS Í húsinu er meðal annars að finna skrifstofu, gjafainnpökkunarherbergi og vínkjallara.Skjáskot/ONE SHOT PRODUCTIONS
Hollywood Hús og heimili Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32 Britney gefur í skyn að hún sé gengin í hnapphelduna Bandaríska söngkonan Britney Spears og Sam Asghari virðast hafa gengið í það heilaga því í færslu á Instagram kallar hún Sam „eiginmann“ sinn. 5. mars 2022 10:06 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Britney Spears og Sam áttu drauma brúðkaupsdag þrátt fyrir innbrotið Poppstjarnan Britney Spears giftist ástinni sinni Sam Asghari í gær við athöfn sem fór fram á heimili hennar en líkt og greint hefur verið frá braust fyrrverandi eiginmaður hennar inn í brúðkaupið. Synir hennar Sean Preston og Jayden James voru ekki viðstaddir en gáfu út yfirlýsingu um að þeir væru ánægður fyrir hennar hönd. 10. júní 2022 13:32
Britney gefur í skyn að hún sé gengin í hnapphelduna Bandaríska söngkonan Britney Spears og Sam Asghari virðast hafa gengið í það heilaga því í færslu á Instagram kallar hún Sam „eiginmann“ sinn. 5. mars 2022 10:06