Íbúar Austur-Palestínu óttast langvarandi mengun Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 14:30 Frá vettvangi lestarslyssins við Austur-Palestínu. Til stendur að flytja mengaðan jarðveg á brott frá svæðinu. AP/Matt Freed Nærri því mánuður er liðinn frá því lest sem bar mikið magn eiturefna fór út af sporinu nærri bænum Austur-Palestínu í Ohio í Bandaríkjunum eru íbúar enn reiðir og óttaslegnir. Margir segjast enn finna fyrir áhrifum frá efnunum sem sluppu út í andrúmsloftið. Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma. Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Haldinn var bæjarfundur í gær þar sem forsvarsmenn lestarfyrirtækisins Norfolk Southern mættu og ræddu við íbúa. „Það er ekki örugg hérna,“ sagði einn íbúanna. Hann bað forsvarsmenn fyrirtækisins um að hjálpa fólki við að komast af svæðinu. Fyrirtækið er að láta fjarlægja mikið af jarðvegi þar sem lestarslysið varð en í frétt AP fréttaveitunnar segir að ekki hafi verið rætt um það að fyrirtækið keypti heimili fólks og flyttu það á brott. Blaðamaður fréttaveitunnar segir fáa íbúa hafa virst ánægða eftir fund gærdagsins. Íbúar segjast sérstaklega óttaslegnir yfir því að slysið muni valda börnum þeirra og afkomendum vandræðum til lengri tíma. Þegar einn af stjórnendum EPA sagði að rannsóknir sýndu ítrekað að andrúmsloftið við Austur-Palestínu væri ekki skaðlegt, kölluðu íbúar: „Ekki ljúga að okkur“ eða hlógu. Embættismenn segja þó að mælingar sýni að mengun finnist ekki í vatni eða lofti við bæinn. Starfsmenn Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) tilkynntu í gær að til stæði að kanna hvort díoxín hafi nokkuð borist í umhverfið við Austur-Palestínu. Litlar líkur eru þó taldar á því að svo sé en um er að ræða lífræn mengunarefni sem eyðast hægt og geta valdið heilsukvillum yfir langt tímabil. Rannsakendur segja að eldurinn sem kviknaði eftir að lesti fór af sporunum hafi brætt mikilvæga álventla á tönkunum sem voru fullir af eiturefnum og hafa forsvarsmenn annarra lestarfyrirtækja verið varaðir við því að kanna hvort sambærilega galla megi finna á lestarvögnum þeirra. Brætt álið kom í veg fyrir að ventlarnir virkuðu sem skyldi og það hafi gert slysið verra. Þessi galli leiddi til þess að ákveðið var að gera gat á tankana og brenna efnin. Þessi bruni sendi dökkan reyk langt upp í himinninn og var í kjölfarið ákveðið að flytja íbúa Austur-Palestínu á brott um tíma.
Bandaríkin Umhverfismál Tengdar fréttir Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31 Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu. 16. febrúar 2023 10:31
Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14. febrúar 2023 23:48