Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2023 10:00 Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni og ræðismaður Spánar hefur ekki aðeins mikið að gera í vinnunni eða öðrum verkefnum, heldur bíður hún líka spennt eftir því að verða amma og er af því tilefni að prjóna mjúkt teppi sem klárast fljótlega. Inga Lind byrjar daginn sinn í tennis. Vísir/Vilhelm Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna oftast klukkan korter í sjö og þá við kaffiilm af völdum bónda míns. Við höfum þann háttinn á að Árni er með snjallúr sem bankar í hann og ég með eyrnatappa sem er síðari tíma snilldaruppgötvun af minni hálfu, og þetta tvennt tryggir ævinlega ljúfa og góða vöknun. Kaffivélin er í seilingarfjarlægð þannig að fyrsti bollinn er mættur upp í rúm rétt eftir að augun opnast. Oftar en ekki er ég svo mætt á tennisvöllinn klukkan hálf átta. Þar er ég keyrð í gang af æfingafélögunum mínum sem sjá til þess að ég fæ ekki að vera kyrr nema í nokkrar sekúndur í einu. Að loknum tímanum er ég orðin sjóðheit fyrir daginn og til í slaginn enda er tennis ekki bara hörkubrennsla heldur líka stanslaus æfing í að taka ákvarðanir á ógnarhraða. Svona hefur þetta gengið árum saman og ég get eiginlega ekki hugsað mér að byrja daginn öðruvísi. Um helgar sef ég í mesta lagi klukkutíma lengur. Ég er víst og verð morgunhæna, mamma segir að ég hafi verið svona síðan í vöggunni, alltaf jafn brjálæðislega spennt að byrja daginn.“ Á skalanum 1-10: Hversu töff varstu á fermingardaginn og hversu sígild tíska einkenndi þig í fatavali og hári? Ég var að sjálfsögðu klædd fatnaði samkvæmt fermingartísku ársins 1990 úr versluninni Sautján. Hvít blúnduskyrta með ofurstórum kraga, svartur skokkur með axlaböndum og kvartleggings með blúndurönd neðan á. Ég fékk líka að fara í ljós tvisvar sinnum fyrir daginn mikla og mátti nota smá maskara. Mamma skellti svo hvítum blómum í sítt og liðað hárið og ég var bara mjög fín og sæt þennan dag með munninn fullan af spöngum, kannski ekki mjög töff samt. Daginn eftir rakaði ég svo hárið af. Á töffskalanum gef mér kannski 6 fyrir fermingardaginn en svo auka rokkprik fyrir athafnirnar daginn eftir. Annars var ég frekar svona mikið eins og allir hinir í klæðaburði á þessum árum: Levi’s 501 gallabuxur, Reebok skór og hettupeysa, afabolur úr Verslun Guðsteins Eyjólfssonar og svört úlpa með appelsínugulu fóðri úr Vinnufatabúðinni.“ Inga Lind stefnir almennt að því að fara að sofa fyrir miðnætti og í skipulagi býr hún til lista daglega yfir það sem þarf að klárast þann daginn. Á listann reynir hún að hafa aldrei fleiri en fimm atriði og miðar þá frekar við að allt annað sé bónus. Til viðbótar við vinnuna í Skoti er Inga Lind ræðismaður fyrir Spán og segist líka reyna hvað hún getur til að bjarga íslenska laxinum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefni? Hér verðum við að tala í fleirtölu: Bætt um betur, þáttaröð númer tvö, er í bígerð og ég er ekkert smá spennt að sjá breytingarnar á húsunum sem við erum með þar. Við í Skoti erum líka að leggja drög að Kappsmáli fyrir haustið og lokahönd á Hvunndagshetjur sem fer í sýningar fljótlega að ógleymdu Draumaheimilinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum. Þegar nær dregur vori er enn meira að gera við framleiðslu sjónvarpsauglýsinga og svo er margt nýtt og spennandi á prjónunum sem kemur í ljós þegar fram líða stundir. Þessu til viðbótar er ég alltaf eitthvað að brasa í þágu Spánverja á Íslandi og vinna að því að auka og styrkja samskipti og samvinnu Spánar og Íslands í ýmsum málum, mjög skemmtilegt hlutverk sem ég tók að mér þegar ég gerðist ræðismaður Spánar fyrir nokkrum árum. Þegar ég er ekki í því þá vinn ég hörðum höndum með félögum mínum að því reyna að bjarga því sem bjargað verður af íslenska laxastofninum og koma í veg fyrir að örfáir frekir menn komist upp með að stórskaða íslenska náttúru með græðgina eina vopni. Á mínum einkaprjónum er hins vegar lítið og mjúkt teppi, ætlað fyrsta barnabarninu mínu sem lítur bráðum dagsins ljós. Ég get ekki lýst því hvað ég hlakka mikið til að hitta þá manneskju.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Vinnan mín er mjög skapandi en snýr ekki síður að rekstri. Ætli galdurinn liggi ekki helst í að búa til lista yfir þau atriði sem verða að klárast, eða ég vil að klárist, hvern einasta dag. Ég reyni að hafa aldrei fleiri en fimm atriði á þeim lista. Allt annað er bónus.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fyrir miðnætti er alltaf markmiðið. Lífið er of skemmtilegt til að fara of snemma að sofa en næsti dagur er líka of dýrmætur til að vera skaðaður af of stuttum svefni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna oftast klukkan korter í sjö og þá við kaffiilm af völdum bónda míns. Við höfum þann háttinn á að Árni er með snjallúr sem bankar í hann og ég með eyrnatappa sem er síðari tíma snilldaruppgötvun af minni hálfu, og þetta tvennt tryggir ævinlega ljúfa og góða vöknun. Kaffivélin er í seilingarfjarlægð þannig að fyrsti bollinn er mættur upp í rúm rétt eftir að augun opnast. Oftar en ekki er ég svo mætt á tennisvöllinn klukkan hálf átta. Þar er ég keyrð í gang af æfingafélögunum mínum sem sjá til þess að ég fæ ekki að vera kyrr nema í nokkrar sekúndur í einu. Að loknum tímanum er ég orðin sjóðheit fyrir daginn og til í slaginn enda er tennis ekki bara hörkubrennsla heldur líka stanslaus æfing í að taka ákvarðanir á ógnarhraða. Svona hefur þetta gengið árum saman og ég get eiginlega ekki hugsað mér að byrja daginn öðruvísi. Um helgar sef ég í mesta lagi klukkutíma lengur. Ég er víst og verð morgunhæna, mamma segir að ég hafi verið svona síðan í vöggunni, alltaf jafn brjálæðislega spennt að byrja daginn.“ Á skalanum 1-10: Hversu töff varstu á fermingardaginn og hversu sígild tíska einkenndi þig í fatavali og hári? Ég var að sjálfsögðu klædd fatnaði samkvæmt fermingartísku ársins 1990 úr versluninni Sautján. Hvít blúnduskyrta með ofurstórum kraga, svartur skokkur með axlaböndum og kvartleggings með blúndurönd neðan á. Ég fékk líka að fara í ljós tvisvar sinnum fyrir daginn mikla og mátti nota smá maskara. Mamma skellti svo hvítum blómum í sítt og liðað hárið og ég var bara mjög fín og sæt þennan dag með munninn fullan af spöngum, kannski ekki mjög töff samt. Daginn eftir rakaði ég svo hárið af. Á töffskalanum gef mér kannski 6 fyrir fermingardaginn en svo auka rokkprik fyrir athafnirnar daginn eftir. Annars var ég frekar svona mikið eins og allir hinir í klæðaburði á þessum árum: Levi’s 501 gallabuxur, Reebok skór og hettupeysa, afabolur úr Verslun Guðsteins Eyjólfssonar og svört úlpa með appelsínugulu fóðri úr Vinnufatabúðinni.“ Inga Lind stefnir almennt að því að fara að sofa fyrir miðnætti og í skipulagi býr hún til lista daglega yfir það sem þarf að klárast þann daginn. Á listann reynir hún að hafa aldrei fleiri en fimm atriði og miðar þá frekar við að allt annað sé bónus. Til viðbótar við vinnuna í Skoti er Inga Lind ræðismaður fyrir Spán og segist líka reyna hvað hún getur til að bjarga íslenska laxinum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefni? Hér verðum við að tala í fleirtölu: Bætt um betur, þáttaröð númer tvö, er í bígerð og ég er ekkert smá spennt að sjá breytingarnar á húsunum sem við erum með þar. Við í Skoti erum líka að leggja drög að Kappsmáli fyrir haustið og lokahönd á Hvunndagshetjur sem fer í sýningar fljótlega að ógleymdu Draumaheimilinu sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudögum. Þegar nær dregur vori er enn meira að gera við framleiðslu sjónvarpsauglýsinga og svo er margt nýtt og spennandi á prjónunum sem kemur í ljós þegar fram líða stundir. Þessu til viðbótar er ég alltaf eitthvað að brasa í þágu Spánverja á Íslandi og vinna að því að auka og styrkja samskipti og samvinnu Spánar og Íslands í ýmsum málum, mjög skemmtilegt hlutverk sem ég tók að mér þegar ég gerðist ræðismaður Spánar fyrir nokkrum árum. Þegar ég er ekki í því þá vinn ég hörðum höndum með félögum mínum að því reyna að bjarga því sem bjargað verður af íslenska laxastofninum og koma í veg fyrir að örfáir frekir menn komist upp með að stórskaða íslenska náttúru með græðgina eina vopni. Á mínum einkaprjónum er hins vegar lítið og mjúkt teppi, ætlað fyrsta barnabarninu mínu sem lítur bráðum dagsins ljós. Ég get ekki lýst því hvað ég hlakka mikið til að hitta þá manneskju.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Vinnan mín er mjög skapandi en snýr ekki síður að rekstri. Ætli galdurinn liggi ekki helst í að búa til lista yfir þau atriði sem verða að klárast, eða ég vil að klárist, hvern einasta dag. Ég reyni að hafa aldrei fleiri en fimm atriði á þeim lista. Allt annað er bónus.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Fyrir miðnætti er alltaf markmiðið. Lífið er of skemmtilegt til að fara of snemma að sofa en næsti dagur er líka of dýrmætur til að vera skaðaður af of stuttum svefni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 „Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01
Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01
Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00
Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. 28. janúar 2023 10:01