Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 07:00 Max Verstappen ræsir fremstur í fyrsta kappakstri tímabilsins. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira