Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 07:00 Max Verstappen ræsir fremstur í fyrsta kappakstri tímabilsins. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira