Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 17:08 Vinstri: Tómas og Dendi á tindi Kala Patarr með Dendi. Everestfjall í baksýn. Hægri: Börn og kennarar í Nepal í peysum sem þeir félagar söfnuðu. Aðsend Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829. Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829.
Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira