„Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 23:27 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Bylgjan Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira