„Engin ein rétt leið til að vera smart“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. mars 2023 11:30 Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Maja Mist starfar í tískubransanum og veit hvað hún syngur þegar það kemur að því að setja saman dress.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Fjölbreytileikinn. Mér finnst ótrúlega gaman að sjá og pæla í fatastíl annarra - algjörlega óháð því hvort stíllinn eigi eitthvað skylt við minn eigin stíl. Það er eiginlega skemmtilegast að sjá eitthvað sem ég myndi sjálf jafnvel ekki fara í eða detta í hug, þannig fær maður hugmyndir. Það er nefnilega engin ein rétt leið til að vera smart. Fjölbreytileikinn er það skemmtilegasta við tískuna að sögn Maju Mistar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á bláa síða kápu sem mér þykir ótrúlega vænt um og keypti stuttu eftir að ég flutti til Köben. Ég var búin að fara og „heimsækja“ hana þrisvar sinnum áður en ég lét verða af kaupunum en sé svo sannarlega ekki eftir því. Bláa kápan sem er í miklu uppáhaldi hjá Maju.Aðsend Ég hlakka alltaf til að fara í hana, bæði vegna þess hve hlý og þægileg hún er en aðallega vegna þess að hún er svo extra; með stórum kraga, síð og í ljós bláum lit þannig að það er ekki annað hægt en að fara í gott skap þegar maður fer í hana. Auk þess hef ég verið með peysu í löngu láni frá ömmu minni sem Hulda Hákonardóttir myndlistarmaður prjónaði á hana fyrir um 20 árum síðan. Mér finnst hún alveg mega fín og öðruvísi með risa púff ermar. Prjónapeysan frá ömmu hennar Maju.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Yfirleitt ekki. Ég pæli mikið í því þegar ég kaupi nýja flík hvort hún passi við annað sem ég á og það gerir það auðveldara að raða flíkunum saman. Ég ákveð svo eiginlega alltaf kvöldinu áður í hverju ég ætla næsta dag og þá tekur það ekki langan tíma. Ef ég freistast til að bíða með það fram til morguns getur það hins vegar tekið töluvert lengri tíma þar sem ég er alls ekki skilvirk í byrjun dags og get setið á rúminu heillengi og horft á fataskápinn sem endar þá yfirleitt á einhverju hlýju og mjúku. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Kvenlegur og classy en playful. Maja Mist hefur alla tíð haft gaman að pilsum og kjólum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já líklega hægt og rólega en það er samt einhver smá rauður þráður, ég hef til dæmis alltaf haft gaman að því að vera í kjólum og pilsum. Ég hef alltaf verið spennt fyrir vörum í stíl eða settum og glimmeri. Ég hef samt vissulega gert alls konar tilraunir eins og camo carhartt buxur og neon flíkur sem mér fannst aðrir mega flottir í en ég áttaði mig á að væri ekki fyrir mig. Munurinn er líklega líka sá að í dag hugsa ég meira um efnin en ég gerði og það er mögulega eitthvað sem amma mín ól hægt og rólega upp í mér. Alltaf þegar við systkinin komum í einhverju sem henni þykir fallegt spyr hún „og úr hverju er þetta?“ Aldrei spáir hún í merkinu heldur fer beint í grunninn sem er í raun mikið betri mælikvarði á gæði og ég hef svo reynt að temja mér að spá í. Maja Mist leggur upp úr því að velja góð efni og hefur alla tíð verið hrifin af glimmeri.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Mjög mikið frá Instagram, ég vinn við markaðsmál og nota því samfélagsmiðla í algjöru óhófi en hef á sama tíma mjög gaman að því að skoða þar og fá hugmyndir. Ég fæ líka oft innblástur úr umhverfinu; frá vinum, fjölskyldu, útstillingum í búðargluggum og samstarfsfólki en síðustu ár hef ég unnið hjá fata- og skó merkjum umkringd alls konar smart fólki með mismunandi stíla. Maja Mist er óhrædd við að þróa sinn persónulega stíl.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ekki binda þig við einhverjar fyrir fram ímyndaðar hugmyndir um hvernig þinn stíll er. Stíll má breytast og það ætti ekki að vera ástæða til að stoppa mann í að klæðast einhverju sem manni finnst fallegt eða áhugavert. Annars myndi ég segja að það að raða saman fötum er í raun hugmyndavinna og boð og bönn eru yfirleitt hamlandi í þeim efnum svo ég reyni að forðast þau. Maja Mist klæddist síðum kjól með púff ermum á útskriftardaginn sinn í Kaupmannahöfn.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Verð eiginlega að nefna sett sem ég fór í á skólaball þegar ég var í 9. bekk. Pils og stuttur toppur í stíl í grænu, bleiku og svörtu. Mér fannst þetta alveg svakaleg flott en á sama tíma algjörlega út fyrir minn þægindaramma á þeim tíma. Eftir kvöldið var ég samt heldur betur sátt og fannst miklu skemmtilegra að hafa farið í einhverju krassandi en að hafa haldið mig við eitthvað öruggt look. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Áður en ég kaupi flík finnst mér gott að pæla í afhverju mig langi í hana og forðast það að kaupa eitthvað einfaldlega vegna þess að það er í tísku. Tískustraumar í dag breytast svo hratt að það er ekki hægt að taka þátt í öllu og þá er gott að staldra við og hugsa hvort þetta sé flík sem þú telur þig verða ánægða með nokkur ár fram í tímann. Pallíettupils og moonboots eru vetrar kombó í lagi.Aðsend Annað ráð væri að forðast það að kaupa hluti „bara af því þetta er ódýrt eða á afslætti“ og kaupa frekar færri og betri flíkur. Mamma hefur alltaf verið talsmaður þess að velja gæði fram yfir magn og á ég mikið af flíkum frá bæði henni og ömmum mínum sem mér þykir ótrúlega vænt um og hafa svo sannarlega staðist tímans tönn. Þegar maður kaupir góðar vörur er líka töluvert auðveldara að selja þær aftur og þannig leyfa flíkinni að lifa út sinn líftíma þó svo að hún henti þér mögulega ekki lengur. Að lokum myndi ég segja hugsaðu svo vel um fötin þín, hengdu þau alltaf upp og gefðu þeim pláss í skápnum. Það lætur þau líta „girnilegri“ út og þú hlakkar til að fara í þau á morgnana. Hér er hægt að fylgjast með Maju Mist á Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 „Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Maja Mist starfar í tískubransanum og veit hvað hún syngur þegar það kemur að því að setja saman dress.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Fjölbreytileikinn. Mér finnst ótrúlega gaman að sjá og pæla í fatastíl annarra - algjörlega óháð því hvort stíllinn eigi eitthvað skylt við minn eigin stíl. Það er eiginlega skemmtilegast að sjá eitthvað sem ég myndi sjálf jafnvel ekki fara í eða detta í hug, þannig fær maður hugmyndir. Það er nefnilega engin ein rétt leið til að vera smart. Fjölbreytileikinn er það skemmtilegasta við tískuna að sögn Maju Mistar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á bláa síða kápu sem mér þykir ótrúlega vænt um og keypti stuttu eftir að ég flutti til Köben. Ég var búin að fara og „heimsækja“ hana þrisvar sinnum áður en ég lét verða af kaupunum en sé svo sannarlega ekki eftir því. Bláa kápan sem er í miklu uppáhaldi hjá Maju.Aðsend Ég hlakka alltaf til að fara í hana, bæði vegna þess hve hlý og þægileg hún er en aðallega vegna þess að hún er svo extra; með stórum kraga, síð og í ljós bláum lit þannig að það er ekki annað hægt en að fara í gott skap þegar maður fer í hana. Auk þess hef ég verið með peysu í löngu láni frá ömmu minni sem Hulda Hákonardóttir myndlistarmaður prjónaði á hana fyrir um 20 árum síðan. Mér finnst hún alveg mega fín og öðruvísi með risa púff ermar. Prjónapeysan frá ömmu hennar Maju.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Yfirleitt ekki. Ég pæli mikið í því þegar ég kaupi nýja flík hvort hún passi við annað sem ég á og það gerir það auðveldara að raða flíkunum saman. Ég ákveð svo eiginlega alltaf kvöldinu áður í hverju ég ætla næsta dag og þá tekur það ekki langan tíma. Ef ég freistast til að bíða með það fram til morguns getur það hins vegar tekið töluvert lengri tíma þar sem ég er alls ekki skilvirk í byrjun dags og get setið á rúminu heillengi og horft á fataskápinn sem endar þá yfirleitt á einhverju hlýju og mjúku. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Kvenlegur og classy en playful. Maja Mist hefur alla tíð haft gaman að pilsum og kjólum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já líklega hægt og rólega en það er samt einhver smá rauður þráður, ég hef til dæmis alltaf haft gaman að því að vera í kjólum og pilsum. Ég hef alltaf verið spennt fyrir vörum í stíl eða settum og glimmeri. Ég hef samt vissulega gert alls konar tilraunir eins og camo carhartt buxur og neon flíkur sem mér fannst aðrir mega flottir í en ég áttaði mig á að væri ekki fyrir mig. Munurinn er líklega líka sá að í dag hugsa ég meira um efnin en ég gerði og það er mögulega eitthvað sem amma mín ól hægt og rólega upp í mér. Alltaf þegar við systkinin komum í einhverju sem henni þykir fallegt spyr hún „og úr hverju er þetta?“ Aldrei spáir hún í merkinu heldur fer beint í grunninn sem er í raun mikið betri mælikvarði á gæði og ég hef svo reynt að temja mér að spá í. Maja Mist leggur upp úr því að velja góð efni og hefur alla tíð verið hrifin af glimmeri.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Mjög mikið frá Instagram, ég vinn við markaðsmál og nota því samfélagsmiðla í algjöru óhófi en hef á sama tíma mjög gaman að því að skoða þar og fá hugmyndir. Ég fæ líka oft innblástur úr umhverfinu; frá vinum, fjölskyldu, útstillingum í búðargluggum og samstarfsfólki en síðustu ár hef ég unnið hjá fata- og skó merkjum umkringd alls konar smart fólki með mismunandi stíla. Maja Mist er óhrædd við að þróa sinn persónulega stíl.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ekki binda þig við einhverjar fyrir fram ímyndaðar hugmyndir um hvernig þinn stíll er. Stíll má breytast og það ætti ekki að vera ástæða til að stoppa mann í að klæðast einhverju sem manni finnst fallegt eða áhugavert. Annars myndi ég segja að það að raða saman fötum er í raun hugmyndavinna og boð og bönn eru yfirleitt hamlandi í þeim efnum svo ég reyni að forðast þau. Maja Mist klæddist síðum kjól með púff ermum á útskriftardaginn sinn í Kaupmannahöfn.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Verð eiginlega að nefna sett sem ég fór í á skólaball þegar ég var í 9. bekk. Pils og stuttur toppur í stíl í grænu, bleiku og svörtu. Mér fannst þetta alveg svakaleg flott en á sama tíma algjörlega út fyrir minn þægindaramma á þeim tíma. Eftir kvöldið var ég samt heldur betur sátt og fannst miklu skemmtilegra að hafa farið í einhverju krassandi en að hafa haldið mig við eitthvað öruggt look. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Áður en ég kaupi flík finnst mér gott að pæla í afhverju mig langi í hana og forðast það að kaupa eitthvað einfaldlega vegna þess að það er í tísku. Tískustraumar í dag breytast svo hratt að það er ekki hægt að taka þátt í öllu og þá er gott að staldra við og hugsa hvort þetta sé flík sem þú telur þig verða ánægða með nokkur ár fram í tímann. Pallíettupils og moonboots eru vetrar kombó í lagi.Aðsend Annað ráð væri að forðast það að kaupa hluti „bara af því þetta er ódýrt eða á afslætti“ og kaupa frekar færri og betri flíkur. Mamma hefur alltaf verið talsmaður þess að velja gæði fram yfir magn og á ég mikið af flíkum frá bæði henni og ömmum mínum sem mér þykir ótrúlega vænt um og hafa svo sannarlega staðist tímans tönn. Þegar maður kaupir góðar vörur er líka töluvert auðveldara að selja þær aftur og þannig leyfa flíkinni að lifa út sinn líftíma þó svo að hún henti þér mögulega ekki lengur. Að lokum myndi ég segja hugsaðu svo vel um fötin þín, hengdu þau alltaf upp og gefðu þeim pláss í skápnum. Það lætur þau líta „girnilegri“ út og þú hlakkar til að fara í þau á morgnana. Hér er hægt að fylgjast með Maju Mist á Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 „Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00
„Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00
Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00