Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 6. mars 2023 18:34 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Vísir/Egill Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki.“ Gríðarlegir hagsmunir í húfi Í svari yfirstjórnar Landspítala til fréttastofu segir að málið sé alvarlegt og brýnt að tryggja að flugmenn séu ávallt til taks til að sinna þessari þjónustu. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjúklinga og þetta megi ekki endurtaka sig. Þá segir að núverandi fyrirkomulag hafi gegnið nokkuð vel og hægt hafi verið að afstýra því að atvik sem þetta komi upp. „Það er náttúrulega bara hörmuleg niðurstaða fyrir viðkomandi einstakling að hann komist ekki út í þessa aðgerð. Það er þannig að það eru hundruðir svona flugferða sem hafa verið farnar á undanförum árum og svona staða hefur aldrei komið upp áður og við erum með fjórfaldan viðbúnað til þess að bregðast við þessari stöðu en því miður þá gerist þetta í þetta sinn,“ segir Sigurður. Allt var reynt Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Þar segir einnig að umrætt mál sé einsdæmi. Flugfélagið hafi sinnt sjúkrafluti til útlanda í rúman áratug og flogið sé að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði með sjúklinga. „Þegar „kallið“ kemur er allt sett í gang við að kalla út eða redda mannskap og hafa vél klára, oftar en ekki er farið í loftið innan tveimur til þremur klukkustundum frá því símtal berst um sjúkraflug," segir í áðurnefndu svari til fréttastofu. Nú hafi meðal annars verið leitað til annarra flugfélaga til að reyna að fá aðstoð við að koma manninum til Svíþjóðar. „Til þess að manna sólarhrings bakvaktir þá þarf fleiri en eina áhöfn og væntanlega fleiri en tvær og það er bara mjög mikil fyrirhöfn og kostnaður sem að því myndi fylgja en að sjálfsögðu er hægt að skoða alla möguleika. Líkurnar á því að svona gerist eru ekki miklar og líkurnar á því að þetta endurtaki sig eru heldur ekki miklar en við munum skoða þetta gaumgæfilega og sjá hvort að það sé eitthvað sem sé hægt að gera til þess að tryggja þetta betur,“ segir Sigurður. Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Manninum var tilkynnt upp úr miðnætti fyrir um viku síðan búið væri að finna lifur og hann þyrfti því að koma til aðgerðar innan mjög skamms tíma í Svíþjóð. En málið tók fljótlega aðra stefnu og honum og aðstandendum var tilkynnt undir morgun að ekki hefði tekist að manna sjúkraflugvél og því kæmist hann ekki í þessa lífsnauðsynlegu aðgerð. Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga vegna sjúkraflutninga og sér flugfélagið Ernir um sjúkraflug til annarra landa en Mýflug um sjúkraflug innanlands. „Við erum með samninga við þessa tvo aðila um að þetta flug njóti algjörs forgangs fram yfir allt annað flug sem þessir aðilar standa fyrir en í þessu tilfelli fékkst bara ekki mannskapur til þess að manna þetta,“ segir Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er samkomulag við Norlandair sem ekki gat flogið þessa nótt og flugvél Landhelgisgæslunnar var ekki á landinu. „Það er leitað til allra þeirra aðila sem eru þarna undir, þessir fjórir aðilar. Því miður tókst ekki að finna lausn hjá neinum þessum aðilum. Við vitum það líka að það var leitað eftir því að fá flugvél erlendis frá en það tókst heldur ekki.“ Gríðarlegir hagsmunir í húfi Í svari yfirstjórnar Landspítala til fréttastofu segir að málið sé alvarlegt og brýnt að tryggja að flugmenn séu ávallt til taks til að sinna þessari þjónustu. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi fyrir sjúklinga og þetta megi ekki endurtaka sig. Þá segir að núverandi fyrirkomulag hafi gegnið nokkuð vel og hægt hafi verið að afstýra því að atvik sem þetta komi upp. „Það er náttúrulega bara hörmuleg niðurstaða fyrir viðkomandi einstakling að hann komist ekki út í þessa aðgerð. Það er þannig að það eru hundruðir svona flugferða sem hafa verið farnar á undanförum árum og svona staða hefur aldrei komið upp áður og við erum með fjórfaldan viðbúnað til þess að bregðast við þessari stöðu en því miður þá gerist þetta í þetta sinn,“ segir Sigurður. Allt var reynt Í svari frá flugfélaginu Erni til fréttastofu segist félagið harma atvikið og segir að allt hafi verið reynt til að koma manninum til Svíþjóðar í tæka tíð. Ekkert samkomulag sé hins vegar um að áhafnir og flugvélar séu til taks allan sólarhringinn. Þar segir einnig að umrætt mál sé einsdæmi. Flugfélagið hafi sinnt sjúkrafluti til útlanda í rúman áratug og flogið sé að jafnaði tvisvar til þrisvar í mánuði með sjúklinga. „Þegar „kallið“ kemur er allt sett í gang við að kalla út eða redda mannskap og hafa vél klára, oftar en ekki er farið í loftið innan tveimur til þremur klukkustundum frá því símtal berst um sjúkraflug," segir í áðurnefndu svari til fréttastofu. Nú hafi meðal annars verið leitað til annarra flugfélaga til að reyna að fá aðstoð við að koma manninum til Svíþjóðar. „Til þess að manna sólarhrings bakvaktir þá þarf fleiri en eina áhöfn og væntanlega fleiri en tvær og það er bara mjög mikil fyrirhöfn og kostnaður sem að því myndi fylgja en að sjálfsögðu er hægt að skoða alla möguleika. Líkurnar á því að svona gerist eru ekki miklar og líkurnar á því að þetta endurtaki sig eru heldur ekki miklar en við munum skoða þetta gaumgæfilega og sjá hvort að það sé eitthvað sem sé hægt að gera til þess að tryggja þetta betur,“ segir Sigurður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fréttir af flugi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira