Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Máni Snær Þorláksson skrifar 7. mars 2023 17:13 Andrés Jónsson segir Elon Musk hafa stigið í gildri Haralds Þorleifssonar. Vísir/Vilhelm/Getty Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. Ritdeilur Haralds og Elon Musk hafa vakið gífurlega athygli í dag. Deilan hófst eftir að Haraldur birti færslu þar sem hann spurði Musk um staðfestingu á því hvort hann sé ennþá starfsmaður Twitter eða ekki. Musk svaraði færslunni og fór svo í kjölfarið að gera grín að Haraldi. Þá sakaði hann Harald einnig um að hafa ekki unnið almennilega og að hann hafi notað fötlun sína sem afsökun fyrir því. Ekki tilviljun Almannatengillinn Andrés Jónsson, sem er æskuvinur Haralds, segir að þó svo að fólk geti upplifað þetta sem hörð átök fyrrum starfsmanns og vinnuveitenda fyrir allra augum þá sé meira á bakvið þetta. Í rauninni hafi Musk gengið í gildru með því að svara færslunni. „Þetta er ekki einhver tilviljun. Það er forsaga þarna á bakvið og í rauninni held ég að Haraldur, án þess að ég sé að tala fyrir hans hönd, hann velur að taka slaginn við Elon Musk,“ segir Andrési í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að Haraldur sé í hópi með um tíu stofnendum fyrirtækja sem hafa selt fyrirtækin sín til Twitter á síðustu árum. Í öllum tilvikunum hafi það verið í samningunum að stofnendunum sé skylt að vinna hjá Twitter í ákveðinn tíma eftir söluna til þess að fá allt kaupverðið greitt. Þá sé ekki hægt að segja stofnendunum upp nema þeir hafi gert eitthvað af sér. „Í öllum tilvikum hefur það verið í samningnum að þeim sé skylt að vinna í ákveðinn tíma til þess að fá greitt allt kaupverðið og það er ekki hægt að segja þeim upp nema þeir hafi gert eitthvað af sér. Þess vegna hefur þeim ekki verið sagt upp, meðal annars, í þessum hrinum uppsagna fyrr en núna síðast, fyrir tíu dögum. Það þýðir í rauninni að það á að borga þeim út allt söluverðið á fyrirtækjunum sem þau seldu, hlutabréf sem þau hafa fengið í hendur og svona.“ „Hann býr til átök alls staðar“ Andrés segir að Musk ætli sér þó ekki að standa við þessa samninga. Hann ætli að láta Harald og hina stofnendurna sækja það sem þau eiga inni með hjálp lögfræðinga. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Musk fer þessa leið. „Hann er búinn að gera þetta við bresku konungsfjölskylduna, hann er búinn að gera þetta við stærstu tæknifyrirtæki heims, hann bara borgar ekki leigu. Hann bara borgar engum neitt, hann borgar ekki húsvörðum. Hann bara hætti að borga alla reikninga daginn sem hann kom inn af því hann ákvað bara: „Þetta fyrirtæki er í svo vondum rekstri og ég þarf að laga það.“ Þetta eru allt einhverjar svona einræðisherraákvarðanir sem eru ekkert endilega skynsamlegar. Hann býr til átök alls staðar.“ Taktískt hjá Haraldi Andrés fullyrðir að Haraldur og hinir stofnendurnir séu með góð mál í höndunum. Hann segir að Musk sé eins konar eineltisseggur og að Haraldur vilji taka slaginn við hann. „Ég skynja svolítið í Haraldi að hann finnur til með minnimáttar, honum svíður þegar einhver er að beita aflsmunum í ofurefli. Þarna er einn ríkasti maður heims, beitir sér svona inn í fyrirtækinu sem Haraldur var að vinna hjá, beitir sér svona gagnvart öllum þessum sem verið er að segja upp og núna þessum hópi sem Haraldur tilheyrir. Hann bara tekur að sér að taka slaginn.“ Sem fyrr segir þá telur Andrés að það sé engin tilviljun að Haraldur ákveði að fara í þessa deilu við Musk: „Það er að hluta til taktískt. Það er bara gott fyrir þau að Elon Musk segi sem mesta dellu á Twitter um brottrekstur þeirra. Þó svo að það sé auðvitað erfitt þegar hann er orðinn svona persónulegur eins og hann hefur orðið í garð Haraldar. Maður sér það alveg að Haraldi honum svíður og hann hefur aðeins skotið til baka. Enda er aðeins erfiðara að taka slaginn fyrir sjálfan sig heldur en aðra.“ Gekk í gildruna Það virðist vera sem Haraldur hafi einfaldlega spilað rétt úr sínum spilum. „Ég held bara að Haraldur hafi lesið hann hundrað prósent rétt og bara vitað að það væru yfirgnæfandi líkur á að hann myndi svara,“ segir Andrés. Þarna hafi Haraldur ekki verið búinn að fá nein svör um það hvort honum hafi verið sagt upp. Þar af leiðandi hafi hann ekki getað hafið málsókn gegn fyrirtækinu fyrir að hafa sagt sér ranglega upp. „Hann þarf þessa staðfestingu til að geta sett fram stefnu, hann vantar að fá þetta staðfest. Hann er að reyna að fá Elon Musk til að staðfesta þetta og Elon Musk gengur eiginlega í gildruna hjá Haraldi og hann fer að segja alls konar aðra hluti sem hann þarf ekki að segja.“ Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ritdeilur Haralds og Elon Musk hafa vakið gífurlega athygli í dag. Deilan hófst eftir að Haraldur birti færslu þar sem hann spurði Musk um staðfestingu á því hvort hann sé ennþá starfsmaður Twitter eða ekki. Musk svaraði færslunni og fór svo í kjölfarið að gera grín að Haraldi. Þá sakaði hann Harald einnig um að hafa ekki unnið almennilega og að hann hafi notað fötlun sína sem afsökun fyrir því. Ekki tilviljun Almannatengillinn Andrés Jónsson, sem er æskuvinur Haralds, segir að þó svo að fólk geti upplifað þetta sem hörð átök fyrrum starfsmanns og vinnuveitenda fyrir allra augum þá sé meira á bakvið þetta. Í rauninni hafi Musk gengið í gildru með því að svara færslunni. „Þetta er ekki einhver tilviljun. Það er forsaga þarna á bakvið og í rauninni held ég að Haraldur, án þess að ég sé að tala fyrir hans hönd, hann velur að taka slaginn við Elon Musk,“ segir Andrési í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að Haraldur sé í hópi með um tíu stofnendum fyrirtækja sem hafa selt fyrirtækin sín til Twitter á síðustu árum. Í öllum tilvikunum hafi það verið í samningunum að stofnendunum sé skylt að vinna hjá Twitter í ákveðinn tíma eftir söluna til þess að fá allt kaupverðið greitt. Þá sé ekki hægt að segja stofnendunum upp nema þeir hafi gert eitthvað af sér. „Í öllum tilvikum hefur það verið í samningnum að þeim sé skylt að vinna í ákveðinn tíma til þess að fá greitt allt kaupverðið og það er ekki hægt að segja þeim upp nema þeir hafi gert eitthvað af sér. Þess vegna hefur þeim ekki verið sagt upp, meðal annars, í þessum hrinum uppsagna fyrr en núna síðast, fyrir tíu dögum. Það þýðir í rauninni að það á að borga þeim út allt söluverðið á fyrirtækjunum sem þau seldu, hlutabréf sem þau hafa fengið í hendur og svona.“ „Hann býr til átök alls staðar“ Andrés segir að Musk ætli sér þó ekki að standa við þessa samninga. Hann ætli að láta Harald og hina stofnendurna sækja það sem þau eiga inni með hjálp lögfræðinga. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Musk fer þessa leið. „Hann er búinn að gera þetta við bresku konungsfjölskylduna, hann er búinn að gera þetta við stærstu tæknifyrirtæki heims, hann bara borgar ekki leigu. Hann bara borgar engum neitt, hann borgar ekki húsvörðum. Hann bara hætti að borga alla reikninga daginn sem hann kom inn af því hann ákvað bara: „Þetta fyrirtæki er í svo vondum rekstri og ég þarf að laga það.“ Þetta eru allt einhverjar svona einræðisherraákvarðanir sem eru ekkert endilega skynsamlegar. Hann býr til átök alls staðar.“ Taktískt hjá Haraldi Andrés fullyrðir að Haraldur og hinir stofnendurnir séu með góð mál í höndunum. Hann segir að Musk sé eins konar eineltisseggur og að Haraldur vilji taka slaginn við hann. „Ég skynja svolítið í Haraldi að hann finnur til með minnimáttar, honum svíður þegar einhver er að beita aflsmunum í ofurefli. Þarna er einn ríkasti maður heims, beitir sér svona inn í fyrirtækinu sem Haraldur var að vinna hjá, beitir sér svona gagnvart öllum þessum sem verið er að segja upp og núna þessum hópi sem Haraldur tilheyrir. Hann bara tekur að sér að taka slaginn.“ Sem fyrr segir þá telur Andrés að það sé engin tilviljun að Haraldur ákveði að fara í þessa deilu við Musk: „Það er að hluta til taktískt. Það er bara gott fyrir þau að Elon Musk segi sem mesta dellu á Twitter um brottrekstur þeirra. Þó svo að það sé auðvitað erfitt þegar hann er orðinn svona persónulegur eins og hann hefur orðið í garð Haraldar. Maður sér það alveg að Haraldi honum svíður og hann hefur aðeins skotið til baka. Enda er aðeins erfiðara að taka slaginn fyrir sjálfan sig heldur en aðra.“ Gekk í gildruna Það virðist vera sem Haraldur hafi einfaldlega spilað rétt úr sínum spilum. „Ég held bara að Haraldur hafi lesið hann hundrað prósent rétt og bara vitað að það væru yfirgnæfandi líkur á að hann myndi svara,“ segir Andrés. Þarna hafi Haraldur ekki verið búinn að fá nein svör um það hvort honum hafi verið sagt upp. Þar af leiðandi hafi hann ekki getað hafið málsókn gegn fyrirtækinu fyrir að hafa sagt sér ranglega upp. „Hann þarf þessa staðfestingu til að geta sett fram stefnu, hann vantar að fá þetta staðfest. Hann er að reyna að fá Elon Musk til að staðfesta þetta og Elon Musk gengur eiginlega í gildruna hjá Haraldi og hann fer að segja alls konar aðra hluti sem hann þarf ekki að segja.“
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Musk hlær að Haraldi sem óttast svik auðjöfursins Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið þau svör frá Twitter að honum hafi sannarlega verið sagt upp störfum. Staðfestingin barst honum eftir orðaskipti við Elon Musk, eiganda Twitter, á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 08:06