Lífið

Forsetinn fær fyrstu sokka Mottumars

Samúel Karl Ólason skrifar
Sokkar a blaum bakgrunni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fær á morgun fyrsta Mottumarssokkaparið afhent á Bessastöðum.

Yfirskrift Mottumars þetta árið er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. Er þar vísað til þess að nýleg rannsókn sýndi að margir þeirra manna sem greinst hafa með krabbamein fundu fyrir einkennum en biðu í langan tíma með að leita til læknis.

Hátt í helmingur þeirra beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár.

Í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélaginu segir að samkvæmt krabbameinsskrá greindust árlega 892 karlmenn með krabbamein á árunum 2017-2021. Á sama tímabili létust árlega 317 karlmenn úr krabbameinum.

Þar segir einnig að fjáröflun félagsins í Mottumars er ein lykilstoðin í að ná betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem fjallað er um hönnun sokkanna þetta árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×