Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 21:42 Haraldur Þorleifsson og Elon Musk hafa átt í ritdeilum í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“. „Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13