Fótbolti

Samúel Kári og Viðar Örn þurftu að sætta sig við tap gegn topp­liðinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Viðar Örn var í byrjunarliði Atromitos í dag.
Viðar Örn var í byrjunarliði Atromitos í dag. Vísir/Vilhelm

Atromitos beið lægri hlut gegn AEK frá Aþenu í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. AEK vann 1-0 útsigur en Viðar Örn Kjartansson og Samúel Kári Friðjónsson leika með Atromitos.

Viðar Örn var í byrjunarliði Atromitos í dag sem lenti undir í fyrri hálfleik eftir mark Steven Zuber. Atromitos er um miðja grísku deildina en AEK átti möguleika á að tylla sér í efsta sætið með sigri í dag.

Staðan í hálfleik var 1-0 í leik þar sem heimaliðið Atromitos var í brasi en liðið átti ekki skot á mark AEK í leiknum. Viðar Örn fór af velli á 65.mínútu en Samúel Kári kom inn af varamannabekknum þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.

Liði AEK tókst ekki að bæta við marki og lokatölur því 1-0. AEK er þar með komið í toppsætið í Grikklandi, er með 59 stig eða einu stigi meira en Panathinaikos sem er í öðru sæti. Atromitos er í sjöunda sæti deildarinnar með 29 stig. 

Sex efstu liðin fara í keppni um meistaratitilinn og þau sex neðstu berjast um að halda sér í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×