United valtaði yfir Real Betis og svaraði fyrir risatapið 9. mars 2023 22:01 Antony skoraði eitt marka United í kvöld. Vísir/Getty Manchester United vann í kvöld 4-1 sigur á Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni í næstu viku. Erik Ten Hag kom mörgum á óvart í kvöld með því að stilla upp sama byrjunarliði og gegn Liverpool um síðustu helgi en United tapaði þar 7-0 eins og frægt er orðið. Þeir ætluðu augljóslega að svara fyrir það tap í kvöld. Marcus Rashford kom United yfir strax á 6.mínútu þegar hann skoraði eftir skyndisókn. Real jafnaði þó fyrir hlé með góðu marki Ayoze Perez. Í síðari hálfleik lék United hins vegar frábærlega. Antony kom United í 2-1 á 52.mínútu með frábæru skoti í fjærhornið og Bruno Fernandes bætti þriðja markinu við eftir hornspyrnu. Á 83.mínútu fór svo Wout Weghorst langt með að klára einvígið þegar hann fylgdi eftir skoti sem hafði verið varið. Lokatölur 4-1 og stuðningsmenn United eflaust sáttir með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum. Liðin mætast á nýjan leik á Spáni eftir viku. Evrópudeild UEFA
Manchester United vann í kvöld 4-1 sigur á Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni í næstu viku. Erik Ten Hag kom mörgum á óvart í kvöld með því að stilla upp sama byrjunarliði og gegn Liverpool um síðustu helgi en United tapaði þar 7-0 eins og frægt er orðið. Þeir ætluðu augljóslega að svara fyrir það tap í kvöld. Marcus Rashford kom United yfir strax á 6.mínútu þegar hann skoraði eftir skyndisókn. Real jafnaði þó fyrir hlé með góðu marki Ayoze Perez. Í síðari hálfleik lék United hins vegar frábærlega. Antony kom United í 2-1 á 52.mínútu með frábæru skoti í fjærhornið og Bruno Fernandes bætti þriðja markinu við eftir hornspyrnu. Á 83.mínútu fór svo Wout Weghorst langt með að klára einvígið þegar hann fylgdi eftir skoti sem hafði verið varið. Lokatölur 4-1 og stuðningsmenn United eflaust sáttir með frammistöðu liðsins í síðari hálfleiknum. Liðin mætast á nýjan leik á Spáni eftir viku.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti