Dýrustu fasteignir sem seldar voru á Íslandi árið 2022 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. mars 2023 11:34 Þessar eignir eru á meðal þeirra dýrustu sem seldust á síðasta ári. samsett Ein dýrasta fasteign sem seldist á síðasta ári fór á hvorki meira né minna en 620 milljónir. Eignina er að finna í myndbandi sem fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman þar sem farið er yfir níu af dýrustu eignum sem seldust árið 2022. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022 Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00
Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00