Innlent

Einn á sjúkra­hús eftir á­rekstur rútu og mjólkur­bíls

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Bílstjóri rútunnar sem lenti aftan á mjólkurbíl á Þjóðvegi 1 við Þverá í Öxnadal fyrr í dag var fluttur á sjúkrahús. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. Þrjátíu manna hópur ungmenna var um borð í rútunni.

Sluppu farþegar rútunnar vel úr slysinu að því er fram kemur á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Bílstjóra mjólkurbílsins sakaði ekki.

Svo virðist sem að rútan hafi lent aftan á mjólkurbílnum en loka þurfi veginum á meðan unnið var á vettvangi. Snjókoma og hálka var á veginum er slysið var.

Umferð hefur nú verið hleypt á veginn aftur en lögreglan stýrir umferð þar í gegn þar sem ökutækin eru enn á vettvangi.

Ungmennahópurinn, á vegum Íþróttafélagsins Þórs, var fluttur aftur til Akureyrar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×