Ungstirnið Kristian Nökkvi Hlynsson gerði eina markið þegar B-lið Ajax steinlág fyrir FC Eindhoven, 5-1. Kristian skoraði glæsilegt jöfnunarmark eftir hálftíma leik en í kjölfarið keyrðu heimamenn yfir unglingana hjá Ajax.
Kristian brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 4-1 en þessi nítján ára gamli miðjumaður hefur farið mikinn að undanförnu og skorað í þremur leikjum í röð.
10.03.2023
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) March 10, 2023
Kristian Hlynsson (f.2004)
Jong Ajax
FC Eindhoven
#Íslendingavaktin pic.twitter.com/vW9YmHz1tM
Á sama tíma í sömu deild gerði Elías Már Ómarsson sér lítið fyrir og hlóð í þrennu fyrir lið sitt, NAC Breda sem vann 4-1 sigur á Maastricht.
Mikilvægur sigur fyrir Elías og félaga sem sitja í sjöunda sæti deildarinnar og eru í harðri keppni um að komast í umspil um sæti í efstu deild.