Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. mars 2023 10:01 Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Meðal annars spennandi podcast þátt með öðru fólki sem hann segir að sé alveg nýr af nálinni. Ásgeir segist ágætlega duglegur í heimilisverkunum almennt og finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag. Hann notar öndunaræfingar á kvöldin til að ná góðum djúpsvefni. Vísir/Vilhelm Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er farinn af stað um korter í sjö. Finnst frábært að ná smá tíma með sjálfum mér áður en ég pikka í Heru konuna mína og við förum svo saman inn til 9 ára guttans og vekjum hann í rólegheitunum. Hann er frekar mikill drollari á morgnana, en notaleg stund saman er undirstaða frábærs dags og því vekjum við hann tímalega, kveikjum á þæginlegri birtu og setjum svo kósy playlista á youtube í gang sem fær að rúlla á meðan verið er að gefa þeim sutta að borða og gera hann kláran inn í daginn. Eftir að hafa keyrt hann í skólann kem svo aftur heim í svo kallaðan morgunbolla. Þar sem talsvert meiri truflun á sér stað yfir daginn en á morgnanna finnst mér og Heru þetta besti tíminn til þess að spjalla um allt milli himins og jarðar á uppbyggilegan hátt ásamt því að fara yfir verkefni dagsins og komandi daga. Þarna á sér stað mjög djúp og einlægt samtöl yfir kaffibolla sem er mér afar dýrmætt og í raun nauðsynlegt því það er líka vinna að vera í sambandi og þarna gefst klukkutími til að spjalla saman. Síðan förum við saman í ræktina þar sem hann Elmar einkaþjálfari kemur deginum vel af stað. Það gleymdist kannski aðeins að tala um morgunrútínuna mína með köldu vatni í andlitið ásamt því að drekka ískalt vatn á fastandi maga sem sjokkerar aðeins líkamann og keyrir þannig öll efnaskipti vel í gang. Þessi rútína gerist þarna einhversstaðar á milli droll tímans hjá guttanum og að skutla honum í skólann. En umfram allt skiptir máli að byrja daginn vel en ekki hlaupa af stað í einhverju stressi sem keyrir upp stresshormón og aðra vitleysu í líkamanum.“ Í hvaða heimilisverki ertu: a) bestur í og b) vonlaus í? „Við þessa spurningu þurfti ég að fá aðstoð frá yfirmanni heimilisverka. Og rétt eins og mig grunnaði þá vildi yfirmaðurinn meina að ég væri nú bara ekki vonlaus í neinum heimillisverkum og í raun væri ég bara mjög þægilegur sambýlismaður. En með aðeins meiri alvöru þá hef ég nú alltaf verið frekar snyrtilegur og gengið vel frá eftir mig. Myndi segja að það kæmi svona frekar nátturlega til mín. Finnst oft gott að gleyma mér í auðveldu verkefni eins og að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag. Það gefur manni færi á að hugsa því það þarf ekki mikla kunnáttu í þetta sokka verkefni. Annars myndi ég segja að ég væri bestur úti á grillinu. Eða telst það ekki með sem heimillisverk?“ Í skipulagi segist Ásgeir ekki skipuleggja allan daginn, heldur frekar svona 70%. Því þá er svigrúm fyrir hið óvænta. Hann segir klukkutíma á morgnana með konunni sinni frábæra stund til að spjalla saman um heima og geima. Þá segir hann mikilvægt að byrja ekki daginn á einhverjum hlaupum, því það keyri bara upp stress og aðra vitleysu í líkamanum. Sem hann vekur með ísköldu vatni.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í mikilli tiltekt þessa dagana. Er að færa mig úr verkefnum og reyna að minnka aðeins við mig. Það er búið að vera gríðarlega mikið á minni könnu síðustu mánuði og getur það tekið mikið á andlega að þurfa að vera með mörg járn í eldinum. Ég er því þessa dagana að koma mér yfir í ný og færri verkefni sem ég mun leggja allt kapp á að láta ganga upp á komandi mánuðum og vonandi árum. Án þess að ég geti sagt frá því hvaða verkefni þetta eru þá er þó eitt þeirra mjög spennandi podcast sem ég er að fara að koma í loftið ásamt einstaklega góðu fólki og mun vonandi líta dagsins ljós fljótlega. Um eitthvað alveg nýtt og spennandi verður um að ræða sem ég hlakka mikið til að hafa sem eitt af þessum nýju verkefnum mínum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég myndi vilja geta sagt að ég væri búinn að mastera skipulagningu en það væri töluvert frá sannleikanum. Ég er í raun alltaf að leita nýrra og betri leiða til að ná utan um verkefni mín og nota mjög basic hluti eins og Notes og Calendar í makkanum mínum. Ég reyni að setja sem mest inn í þessi forrit þannig að ekkert gleymist. Svo reyni ég yfirleitt að skipuleggja mig þannig að það sé tími á hverjum degi fyrir eitthvað sem ekki var búið að skipuleggja eða gera ráð fyrir. Þannig að það má segja að ég sé ekki nema svona 70% skipulagður yfir daginn. Þessi 30% fyllast svo alltaf þegar dagurinn fer af stað. Ég vil sömuleiðis helst ekki skipuleggja allt of mikið langt fram í tímann, því þegar maður vinnur í svona fjölbreytilegu umhverfi eins og ég geri þá eiga hlutirnir það til að breytast hratt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ekki langt síðan að ég var lítið fyrir það að virða svefninn minn og átti það til sérstaklega eftir langa vinnudaga að detta í þátt sem endaði með því að ég var ekki farinn að sofa fyrr en um eitt tvö leitið. Í dag hinsvegar reyni ég að virða þessa heilögu stund sem svefn er og reyni að vera kominn uppí rúm hálf ellefu til ellefu. Það er ekki alltaf sem það tekst en ég er alltaf að ná betri og betri tökum á því, enda er svefninn svo sannarlega eitt af því allra mikilvægasta þegar kemur að góðri heilsu. Svefnherbergið breytist svo í helli með þykkum myrkvunar gluggatjöldum þannig að engin birta komist inn til að trufla svefninn, hitastigið alltaf í kringum 19 gráður og svo finnst mér gott að taka smá öndun í 3-5 mínútur. Þá hlusta ég á andadráttinn, en með því móti hverfa allar hugsanir og maður fær VIP miða beint inn í djúpsvefninn.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00 Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er farinn af stað um korter í sjö. Finnst frábært að ná smá tíma með sjálfum mér áður en ég pikka í Heru konuna mína og við förum svo saman inn til 9 ára guttans og vekjum hann í rólegheitunum. Hann er frekar mikill drollari á morgnana, en notaleg stund saman er undirstaða frábærs dags og því vekjum við hann tímalega, kveikjum á þæginlegri birtu og setjum svo kósy playlista á youtube í gang sem fær að rúlla á meðan verið er að gefa þeim sutta að borða og gera hann kláran inn í daginn. Eftir að hafa keyrt hann í skólann kem svo aftur heim í svo kallaðan morgunbolla. Þar sem talsvert meiri truflun á sér stað yfir daginn en á morgnanna finnst mér og Heru þetta besti tíminn til þess að spjalla um allt milli himins og jarðar á uppbyggilegan hátt ásamt því að fara yfir verkefni dagsins og komandi daga. Þarna á sér stað mjög djúp og einlægt samtöl yfir kaffibolla sem er mér afar dýrmætt og í raun nauðsynlegt því það er líka vinna að vera í sambandi og þarna gefst klukkutími til að spjalla saman. Síðan förum við saman í ræktina þar sem hann Elmar einkaþjálfari kemur deginum vel af stað. Það gleymdist kannski aðeins að tala um morgunrútínuna mína með köldu vatni í andlitið ásamt því að drekka ískalt vatn á fastandi maga sem sjokkerar aðeins líkamann og keyrir þannig öll efnaskipti vel í gang. Þessi rútína gerist þarna einhversstaðar á milli droll tímans hjá guttanum og að skutla honum í skólann. En umfram allt skiptir máli að byrja daginn vel en ekki hlaupa af stað í einhverju stressi sem keyrir upp stresshormón og aðra vitleysu í líkamanum.“ Í hvaða heimilisverki ertu: a) bestur í og b) vonlaus í? „Við þessa spurningu þurfti ég að fá aðstoð frá yfirmanni heimilisverka. Og rétt eins og mig grunnaði þá vildi yfirmaðurinn meina að ég væri nú bara ekki vonlaus í neinum heimillisverkum og í raun væri ég bara mjög þægilegur sambýlismaður. En með aðeins meiri alvöru þá hef ég nú alltaf verið frekar snyrtilegur og gengið vel frá eftir mig. Myndi segja að það kæmi svona frekar nátturlega til mín. Finnst oft gott að gleyma mér í auðveldu verkefni eins og að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag. Það gefur manni færi á að hugsa því það þarf ekki mikla kunnáttu í þetta sokka verkefni. Annars myndi ég segja að ég væri bestur úti á grillinu. Eða telst það ekki með sem heimillisverk?“ Í skipulagi segist Ásgeir ekki skipuleggja allan daginn, heldur frekar svona 70%. Því þá er svigrúm fyrir hið óvænta. Hann segir klukkutíma á morgnana með konunni sinni frábæra stund til að spjalla saman um heima og geima. Þá segir hann mikilvægt að byrja ekki daginn á einhverjum hlaupum, því það keyri bara upp stress og aðra vitleysu í líkamanum. Sem hann vekur með ísköldu vatni.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í mikilli tiltekt þessa dagana. Er að færa mig úr verkefnum og reyna að minnka aðeins við mig. Það er búið að vera gríðarlega mikið á minni könnu síðustu mánuði og getur það tekið mikið á andlega að þurfa að vera með mörg járn í eldinum. Ég er því þessa dagana að koma mér yfir í ný og færri verkefni sem ég mun leggja allt kapp á að láta ganga upp á komandi mánuðum og vonandi árum. Án þess að ég geti sagt frá því hvaða verkefni þetta eru þá er þó eitt þeirra mjög spennandi podcast sem ég er að fara að koma í loftið ásamt einstaklega góðu fólki og mun vonandi líta dagsins ljós fljótlega. Um eitthvað alveg nýtt og spennandi verður um að ræða sem ég hlakka mikið til að hafa sem eitt af þessum nýju verkefnum mínum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég myndi vilja geta sagt að ég væri búinn að mastera skipulagningu en það væri töluvert frá sannleikanum. Ég er í raun alltaf að leita nýrra og betri leiða til að ná utan um verkefni mín og nota mjög basic hluti eins og Notes og Calendar í makkanum mínum. Ég reyni að setja sem mest inn í þessi forrit þannig að ekkert gleymist. Svo reyni ég yfirleitt að skipuleggja mig þannig að það sé tími á hverjum degi fyrir eitthvað sem ekki var búið að skipuleggja eða gera ráð fyrir. Þannig að það má segja að ég sé ekki nema svona 70% skipulagður yfir daginn. Þessi 30% fyllast svo alltaf þegar dagurinn fer af stað. Ég vil sömuleiðis helst ekki skipuleggja allt of mikið langt fram í tímann, því þegar maður vinnur í svona fjölbreytilegu umhverfi eins og ég geri þá eiga hlutirnir það til að breytast hratt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það er ekki langt síðan að ég var lítið fyrir það að virða svefninn minn og átti það til sérstaklega eftir langa vinnudaga að detta í þátt sem endaði með því að ég var ekki farinn að sofa fyrr en um eitt tvö leitið. Í dag hinsvegar reyni ég að virða þessa heilögu stund sem svefn er og reyni að vera kominn uppí rúm hálf ellefu til ellefu. Það er ekki alltaf sem það tekst en ég er alltaf að ná betri og betri tökum á því, enda er svefninn svo sannarlega eitt af því allra mikilvægasta þegar kemur að góðri heilsu. Svefnherbergið breytist svo í helli með þykkum myrkvunar gluggatjöldum þannig að engin birta komist inn til að trufla svefninn, hitastigið alltaf í kringum 19 gráður og svo finnst mér gott að taka smá öndun í 3-5 mínútur. Þá hlusta ég á andadráttinn, en með því móti hverfa allar hugsanir og maður fær VIP miða beint inn í djúpsvefninn.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00 Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00 Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00
Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01
Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01
Beverly Hills 90210, Indiana Jones Chronicles, X-Files, Simpsons, Derrick og Radíusbræður! Karen Kjartansdóttir, stjórnendaráðgjafi og meðeigandi hjá Langbrók ráðgjöf, ólst upp við þann óleik foreldra sinna að þau voru ekki með Stöð 2. Sem betur fer, fékk hún þó að horfa á vinsælustu menningarþætti ungu kynslóðarinnar heima hjá vinkonum. Til dæmis Beverly Hills 90210. 11. febrúar 2023 10:00
Morgunrútínan að breytast fljótlega og rokkið umfram diskó Það má búast við að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi hafi í nægu að snúast næstu vikurnar því í gær var tilkynnt um það að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði ráðið hann sem forstjóra frá og með 1. apríl næstkomandi og eins eru tvö barnabörn á leiðinni. Dóttir hans sem á von á barni býr enn heima. 4. febrúar 2023 10:01