Sjáðu stiklu úr glænýjum þáttum Baldurs um Bestu deild karla Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 10:31 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vísir Þættirnir Lengsta undirbúningstímabil í heimi fara í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla. Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira