Sandra Erlingsdóttir er leikmaður Metzingen en liðið er í harðri baráttu í efri hluta deildarinnar en Leverkusen er um miðja deild.
Heimakonur í Metzigen byrjuðu betur go voru komnar í 10-5 um miðjan fyrri hálfleikinn. Þær leiddu 15-12 í hálfleik og allt galopið ennþá.
Metzingen hélt hins vegar frumkvæðinu allan seinni hálfleikinn. Leverkusen tókst mest að minnka muninn í þrjú mörk en undir lokin var sigur Metzingen aldrei í hættu.
Sandra Erlingsdóttir skoraði eitt mark úr þremur skotum í leiknum auk þess að gefa sex stoðsendingar á liðsfélaga sína.