Fótbolti

Albert og félagar styrktu stöðu sína í toppbaráttunni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert Guðmundsson hefur verið að gera góða hluti hjá Genoa.
Albert Guðmundsson hefur verið að gera góða hluti hjá Genoa. Getty

Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa þegar liðið fékk Ternana í heimsókn í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Albert hóf leik í fremstu línu Genoa sem hóf leikinn af krafti og náði forystunni á 13.mínútu með marki frá króatíska miðjumanninum Milan Badelj.

Alberti var skipt af velli á 80.mínútu en ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og mikilvæg þrjú stig í húsi hjá Genoa.

Genoa er í öðru sæti deildarinnar níu stigum á eftir toppliði Frosinone en tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp í efstu deild og því mikilvægt að ná öðru sætinu en lið í sætum 3-8 fara í umspil um að komast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×