Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 08:42 Ljósmyndarar og fjölmiðlamenn eltu Gary Lineker út um allt um helgina. Getty/Hollie Adams/ Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira