Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 08:42 Ljósmyndarar og fjölmiðlamenn eltu Gary Lineker út um allt um helgina. Getty/Hollie Adams/ Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira