Leikjavísir

PSVR 2: Geimflugið nýtur sín vel í sýndarveruleika

Samúel Karl Ólason skrifar
visir-img

Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

Samhliða því voru gefnir út margir VR-leikir. Í umfjöllun sem undirritaður skrifaði um nýja búnaðinn kom fram að velgengni þessa búnaðar myndi standa og falla með leikjaframboðinu enda skipta leikirnir höfuðmáli, eins og nafn leikjatölva gefur til kynna.

Hér að neðan verður fjallað um fimm af þeim mörgu sýndarveruleikaleikjum sem Leikjavísir hefur til skoðunar þessa dagana. Það eru No Man‘s Sky, Cave Digger 2: Dig Harder, The Last Clockwinder og Moss eitt og tvö.

No Man's Sky

Leikurinn No Man's Sky hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því hann kom fyrst út árið 2016. Þá var hann harðlega gagnrýndur og að mestu vegna loforða sem ekki var staðið við. Frá því hefur hið tiltölulega smáa teymi HelloGames sem gerði leikinn gert miklar breytingar á honum sem hafa allar verið spilurum að kostnaðarlausu.

Það sama má segja um sýndarvereuleikaútgáfu NMS. Í rauninni er þetta bara sami gamli leikurinn í sýndarveruleika. Það er merkilegt hvað það eru í raun litlar breytingar á spiluninni sjálfri.

Stærsti gallinn er að mínu mati sá að upplausnin virðist of mjög lítil. Erfitt er að sjá almennilega hvaða hluti maður er að horfa á úr fjarska. Annar galli, sem er ekkert endilega stór en hann er óþolandi, snýr að geimskipi manns og því hvernig maður flýgur því. Maður þarf að setja aðra höndina á inngjöfina og hina á stýripinnann og fljúga með því að hreyfa hendurnar fram og til baka.

Þetta býður ekki upp á mikla nákvæmni og er eiginlega bara ómögulega erfitt. Ég vildi helst bara geta stýrt með fjarstýringunum sjálfum frekar en að rembast við þetta því það er klikkað að fljúga um geiminn í sýndarveruleika.

Það er samt frekar klikkað að ganga sjálfur um undarlegar reikistjörnur og skjóta steina og tré fyrir ryk og kolefni.

Cave Digger 2: Dig Harder

Er hægt að spila sýndarveruleikaleik án þess að ógna fólkinu sem er manni næst? Án þess að sveifla höndunum út um allt með miklum tilþrifum? Það er allavega ekki hægt í Cave Digger 2: Dig Harder.

Hann gengur bókstaflega út á það sem nafnið gefur til kynna. Að grafa.

Maður er settur í einhvers konar steampunk/kúreka-heim þar sem maður fer ofan í hella til að grafa eftir gulli og gimsteinum og í sama mund verjast skrímslum. 

The Last Clockwinder

The Last Clockwinder er ekki hefðbundinn leikur. Í honum þarf maður að leika ýmsar þrautir til að laga mikilvæga byggingu, og bjarga heiminum smá. Maður notar sérstaka hanska til að láta vélmenni vinna ýmis verk og mynda framleiðslulínur.

Þetta er fínn tímagleypir sem hægt er að dunda sér við en þrautirnar eru krefjandi og skemmtilega fjölbreyttar.

Moss: Bækur eitt og tvö

Moss leikirnir eru mögulega þeir heimsins krúttlegustu en í þeim setja spilarar sig í spor manneskju, sem fylgjast þarf með ævintýralegri ferð lítillar músar í gegnum kyngimagnaðan skóg. Spilarar stýra músinni í gegnum skóginn og í hafa áhrif á umhverfi hennar til að hjálpa henni áfram.

Ég hef spilað Moss að mestu með Aþenu frænku minni og við höfum skemmt okkur mjög vel. Hún stýrði músinni Quill Moss af mikilli snilld á meðan ég ráðlagði henni og þvældist fyrir.


Tengdar fréttir

PSVR2: Barist, púslað og flúið undan risaeðlum

Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.

PSVR2: Sýndarveruleiki Sony siglir skarpt af stað

Sýndarveruleikinn er kominn aftur, aftur og með honum fylgja tölvuleikir. Mikið af tölvuleikjum, bæði nýjum og gömlum sem hafa verið uppfærðir. Sony hóf nýverið sölu nýrrar kynslóðar sýndarveruleikabúnaðar sem kallast PSVR2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.