Körfubolti

Deilur Draymonds og Dillons teknar fyrir í Lögmáli leiksins í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Draymond Green hjá Golden State Warriors stríðir Dillon Brooks  hjá Memphis Grizzlies í leik liðanna í NBA-deildinni.
Draymond Green hjá Golden State Warriors stríðir Dillon Brooks  hjá Memphis Grizzlies í leik liðanna í NBA-deildinni. Getty/Thearon W. Henderson

Lögmál leiksins verður á dagskránni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld eins og vanalega á mánudögum. Þar verður farið yfir vikuna í NBA-deildinni í körfubolta.

Kjartan Atli Kjartansson sé um þáttinn og sérfræðingar hans eru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson.

Meðal umræðuefna verða samskipti þeirra Draymond Green hjá Golden State Warriors og Dillon Brooks hjá Memphis Grizzlies.

„Þeir eru að rífast stanslaust en Draymond Green neitar að tala um Grizzlies sem erkifjendur Warriors eða það sem kaninn kallar ‚rivalry',“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

„Eðlilega,“ sagði Hörður Unnsteinsson.

„Alltaf þegar Dillon Brooks byrjar eða Memphis byrjar á einhverju. Ég er pínu aðdáandi þess. Þá verður mér hugsað til málsháttarins: Hér fljótum við eplin, sögðu hrossaskítskögglarnir,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson.

„Þeir talar rosalega stóran leik eins og þeir séu búnir að gera eitthvað en þeir eru ekki búnir að gera rassgat,“ sagði Sigurður Orri.

„Ég kann að meta það líka að þeir séu búnir að byggja upp ímynd af sér: Við erum vondu karlarnir. Kannski virkar það en ég er alveg sammála Draymond um að trúðar vinna yfirleitt ekki,“ sagði Sigurður.

„Það voru tveir liðsfélagar hans með honum í viðtalinu og þeim fannst þetta vera kjánalegt líka. Annar þeirra faldi sig þegar Dillon Brooks byrjaði. Þeim finnst þetta ekki einu sinni sniðugt sjálfum,“ sagði Hörður Unnsteinsson.

Það má sjá brot úr þættinum í kvöld hér fyrir neðan hann fer í loftið klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Lögmál leiksins 13. mars 2023: Ræða samskipti Draymonds Green og Dillons Brooks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×