Morant í meðferð og óvíst hvenær hann snýr aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2023 17:46 Morant í leik með Memphis. Thearon W. Henderson/Getty Images Ja Morant, helsta stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skráð sig í meðferð í Flórída og er alls óvíst hvenær hann mun snúa aftur til leiks. Hinn 23 ára gamli Morant er meðal efnilegustu leikmanna NBA-deildarinnar en hegðun hans undanfarnar vikur leiddi til þess að Memphis ákvað að senda leikmanninn í ótímabundið leyfi. Hann hefði sést veifa skotvopnum á samfélagsmiðlum, hótað öryggisverði í verslunarmiðstöð og sagður hafa kýlt ungmenni. NBA-deildin hóf þegar rannsókn á málinu þar sem fram kom að ef hann hefði verið með skotvopnið inn á yfirráðasvæði félagsins - flugvél, æfingar- eða keppnisaðstöðu - þá yrði hann dæmdur í 50 leikja bann. Deildin komst fljótlega að því að ekki væri hægt að sanna eða sýna fram á að Morant hefði gerst sekur um að bera skotvopn á yfirráðasvæði félagsins. Hann er því ekki á leiðinni í 50 leikja bann en það hefur verið staðfest að leikmaðurinn hafi skráð sig á meðferðarheimili í Flórída og að hann verði frá keppni um ókominn tíma. An update on Ja Morant, via @wojespn and @espn_macmahon. pic.twitter.com/eceM7xcF7Z— ESPN (@espn) March 14, 2023 Memphis er sem stendur í 2. sæti Vesturdeildar og hefur unnið þrjá leiki í röð eftir þrjú töp þar á undan. Það er samt sem áður ljóst að liðið er ekki jafn gott án Morant og mun þátttaka hans hafa stór áhrif á hversu langt liðið kemst í úrslitakeppninni. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. 8. mars 2023 23:30 Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. 6. mars 2023 14:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Morant er meðal efnilegustu leikmanna NBA-deildarinnar en hegðun hans undanfarnar vikur leiddi til þess að Memphis ákvað að senda leikmanninn í ótímabundið leyfi. Hann hefði sést veifa skotvopnum á samfélagsmiðlum, hótað öryggisverði í verslunarmiðstöð og sagður hafa kýlt ungmenni. NBA-deildin hóf þegar rannsókn á málinu þar sem fram kom að ef hann hefði verið með skotvopnið inn á yfirráðasvæði félagsins - flugvél, æfingar- eða keppnisaðstöðu - þá yrði hann dæmdur í 50 leikja bann. Deildin komst fljótlega að því að ekki væri hægt að sanna eða sýna fram á að Morant hefði gerst sekur um að bera skotvopn á yfirráðasvæði félagsins. Hann er því ekki á leiðinni í 50 leikja bann en það hefur verið staðfest að leikmaðurinn hafi skráð sig á meðferðarheimili í Flórída og að hann verði frá keppni um ókominn tíma. An update on Ja Morant, via @wojespn and @espn_macmahon. pic.twitter.com/eceM7xcF7Z— ESPN (@espn) March 14, 2023 Memphis er sem stendur í 2. sæti Vesturdeildar og hefur unnið þrjá leiki í röð eftir þrjú töp þar á undan. Það er samt sem áður ljóst að liðið er ekki jafn gott án Morant og mun þátttaka hans hafa stór áhrif á hversu langt liðið kemst í úrslitakeppninni.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. 8. mars 2023 23:30 Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. 6. mars 2023 14:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Ja Morant sleppur án ákæru eftir byssumyndbandið Ja Morant leikmaður Memphis Grizzlies verður ekki ákærður fyrir að hafa borið byssu á næsturklúbbi í Colorado umm síðastliðna helgi. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu og segist ekki hafa nægar sannanir. 8. mars 2023 23:30
Óvíst hvenær Morant snýr aftur eftir byssuuppákomuna Óvíst er hvenær Ja Morant snýr aftur í lið Memphis Grizzlies eftir að myndband af honum veifa byssu inni á skemmtistað birtist á Instagram-síðu hans. 6. mars 2023 14:30