Oklahoma að valda Lakers og Dallas vandræðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:01 Shai Gilgeous-Alexander og félagar í Oklahoma City Thunder ætla sér í úrslitakeppnina. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers. Nets var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var tíu stigum yfir, staðan 62-52. Í þriðja leikhluta fór allt á flug hjá Thunder sem vann á endanum leikinn 121-107. Þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum. Eins og svo oft áður var Shai Gilgeous-Alexander þeirra stigahæsti maður en hann skoraði 35 stig í nótt. Josh Giddey bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu. Hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Another night, another SGA 30 piece 35 PTS7 REB4 ASTW pic.twitter.com/56COcyYgMb— NBA (@NBA) March 15, 2023 Sigur, og sigrar OKC, að undanförnu eru ekki góðar fréttir fyrir Dallas og Lakers. Baráttan um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar er hörð og sem stendur hafa öll þrjú liðin unnið 34 leiki og tapað 35. OKC er hins vegar í 8. sæti á meðan hin tvö reka lestina vegna innbyrðisviðureigna. Dallas og Lakers höfðu gert sér vonir um að sleppa við að fara í umspilið og komast beint í úrslitakeppnina en til að það gangi eftir þarf Lakers að halda áfram að vinna leiki – liðið hefur unnið 7 af síðustu 10 – og Dallas þarf að snúa gengi sínu við hratt – liðið hefur unnið 3 af síðustu 10. Eftir að tapa fyrir New York Knicks í síðustu umferð þá vann Los Angeles Lakers 15 stiga sigur á New Orleans Pelicans í nótt, lokatölur 123-108. Lakers lagði grunninn að frábærum sigri með ótrúlegum fyrri hálfleik en munurinn var 35 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sjálfkrafa slakaði liðið ef til vill full mikið á klónni í síðari hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Malik Beasley skoraði 24 stig. Í liði Pelicans voru þrír leikmenn með 20 stig eða meira: Trey Murphy III og Herb Jones skoruðu 20 á meðan Brandon Ingram var stigahæstur með 22 stig. Anthony Davis. Dominant. 35 points17 reboundsWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/mSIi6Jlwg7— NBA (@NBA) March 15, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 11 fráköst þegar Bucks vann tólf stiga sigur á Suns í nótt, lokatölur 116-104. Brook Lopez skoraði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Bucks á meðan Devin Booker var stigahæstur hjá Suns með 30 stig. Bucks eru áfram á toppnum í Austrinu og gætu nú tapað öllum þeim leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni en samt komist í úrslitakeppnina. Suns virðast hins vegar á hraðri leið niður töfluna í Vestrinu með þessu áframhaldi. Giannis tonight 36 points11 rebounds8 assistsBucks get their 50th win and secure a spot in the #NBAPlayoffs. pic.twitter.com/npK3oKsxZi— NBA (@NBA) March 15, 2023 Fred VanVleet skoraði 36 stig þegar Toronto Raptors skelltu Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets, 125-110. Jokić skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Önnur úrslit Washington Wizards 117-97 Detroit PistonsPortland Trail Blazers 107-123 New York KnicksSan Antonio Spurs 132-114 Orlando MagicCharlotte Hornets 104-120 Cleveland Cavaliers 50 wins and an #NBAPlayoffs spot for the Bucks.Tuesday night's updated standings are here. https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/Hb1gTJ29yv— NBA (@NBA) March 15, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Nets var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var tíu stigum yfir, staðan 62-52. Í þriðja leikhluta fór allt á flug hjá Thunder sem vann á endanum leikinn 121-107. Þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum. Eins og svo oft áður var Shai Gilgeous-Alexander þeirra stigahæsti maður en hann skoraði 35 stig í nótt. Josh Giddey bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu. Hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Another night, another SGA 30 piece 35 PTS7 REB4 ASTW pic.twitter.com/56COcyYgMb— NBA (@NBA) March 15, 2023 Sigur, og sigrar OKC, að undanförnu eru ekki góðar fréttir fyrir Dallas og Lakers. Baráttan um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar er hörð og sem stendur hafa öll þrjú liðin unnið 34 leiki og tapað 35. OKC er hins vegar í 8. sæti á meðan hin tvö reka lestina vegna innbyrðisviðureigna. Dallas og Lakers höfðu gert sér vonir um að sleppa við að fara í umspilið og komast beint í úrslitakeppnina en til að það gangi eftir þarf Lakers að halda áfram að vinna leiki – liðið hefur unnið 7 af síðustu 10 – og Dallas þarf að snúa gengi sínu við hratt – liðið hefur unnið 3 af síðustu 10. Eftir að tapa fyrir New York Knicks í síðustu umferð þá vann Los Angeles Lakers 15 stiga sigur á New Orleans Pelicans í nótt, lokatölur 123-108. Lakers lagði grunninn að frábærum sigri með ótrúlegum fyrri hálfleik en munurinn var 35 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sjálfkrafa slakaði liðið ef til vill full mikið á klónni í síðari hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Malik Beasley skoraði 24 stig. Í liði Pelicans voru þrír leikmenn með 20 stig eða meira: Trey Murphy III og Herb Jones skoruðu 20 á meðan Brandon Ingram var stigahæstur með 22 stig. Anthony Davis. Dominant. 35 points17 reboundsWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/mSIi6Jlwg7— NBA (@NBA) March 15, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 11 fráköst þegar Bucks vann tólf stiga sigur á Suns í nótt, lokatölur 116-104. Brook Lopez skoraði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Bucks á meðan Devin Booker var stigahæstur hjá Suns með 30 stig. Bucks eru áfram á toppnum í Austrinu og gætu nú tapað öllum þeim leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni en samt komist í úrslitakeppnina. Suns virðast hins vegar á hraðri leið niður töfluna í Vestrinu með þessu áframhaldi. Giannis tonight 36 points11 rebounds8 assistsBucks get their 50th win and secure a spot in the #NBAPlayoffs. pic.twitter.com/npK3oKsxZi— NBA (@NBA) March 15, 2023 Fred VanVleet skoraði 36 stig þegar Toronto Raptors skelltu Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets, 125-110. Jokić skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Önnur úrslit Washington Wizards 117-97 Detroit PistonsPortland Trail Blazers 107-123 New York KnicksSan Antonio Spurs 132-114 Orlando MagicCharlotte Hornets 104-120 Cleveland Cavaliers 50 wins and an #NBAPlayoffs spot for the Bucks.Tuesday night's updated standings are here. https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/Hb1gTJ29yv— NBA (@NBA) March 15, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti