Peningahljóð út af stjórnarfundi FIFA í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 12:30 Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn á Liverpool í úrslitaleiknum í fyrra. Getty/Alex Livesey Ekki ein heldur tvær heimsmeistarakeppnir félagsliða hjá FIFA í framtíðinni. Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a> FIFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Ekki veit ég hvort að forystumenn FIFA hafi spilað „Money“ með Pink Floyd á fundi sínum í gær en að bætist vel í kassann eftir þær ákvarðanir sem voru teknar í gær og fórnarlömbin eru án vafa þreyttir fætur bestu fótboltamanna heims. FIFA has approved plans for an expanded Club World Cup in 2025, with Chelsea and Real Madrid handed automatic qualification spots.#RMCF | #CFC | #CWC More from @mjshrimper https://t.co/JP1kzyHprF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 14, 2023 Það kom svo sannarlega peningahljóð út af stjórnarfundi Alþjóða knattspyrnusambandsins í gær þegar samþykktar voru breytingar á stærstu keppnum sambandsins. Eins og áður hefur komið fram þá var staðfest fjölgun á bæði liðum og leikjum á heimsmeistaramóti landsliða. Nú keppa 48 þjóðir á HM og það verður byrjað á tólf fjögurra liða riðlum og svo farið í 32 liða úrslit. Þetta þýðir allt saman að nú þarf í fyrsta sinn að spila átta leiki ætli þjóð að verða heimsmeistari og að heildarleikir á mótinu eru nú orðnir 104. Það voru aftur á móti fleiri breytingar gerðar á keppnum FIFA. Framkvæmdastjórn FIFA ákvað nefnileg að það verði tvær mismunandi heimsmeistarakeppnir félagsliða í gangi hjá sambandinu á sama tíma. Competitions a Premier League player from Europe could compete in from 2025: Country- World Cup- Euros- Nations Lge- FIFA World Series- FinalissimaClub- PL- FA Cup- Lge Cup- Comm Shield- UEFA CL- UEFA Super Cup- 32-team FIFA Club WC- New annual FIFA club match— Rob Harris (@RobHarris) March 14, 2023 Fyrsta 32 liða heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í júní 2025 og verður síðan haldin á fjögurra ára fresti. Meðal liða sem fá þátttökurétt þar eru öll liðin sem vinna Meistaradeildina frá því að síðasta HM félagsliða fór fram. Evrópa fær tólf af þessum 32 liðum en hin átta liðin komast inn eftir styrkleikaröðun UEFA. Þrátt fyrir þessa nýju keppni þá mun FIFA halda áfram með hina árlegu heimsmeistarakeppni félagsliða. Þar mun fulltrúi Evrópu alltaf komast í úrslitaleikinn og mætir þegar liði sem hefur betur í keppni hinna álfumeistaranna. Sá leikur verður áfram spilaður árlega. Það er ljóst að með sölu á sjónvarps- og auglýsingasamingum á þessa aukaleiki og aukamót þá munu tekjur FIFA aukast verulega. Knattspyrnussambönd heimsins græða líka á því enda fá þau hluta af kökunni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DYEK-_QJNlA">watch on YouTube</a>
FIFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira