Birkir er að reyna að losna frá liði sínu eftir jarðskjálftana í Tyrklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2023 11:28 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. Instagram/@gordonsophie Leikhæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins er ekki í hópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Arnar tilkynnti í dag þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjunum á móti Bosníu og Liechtenstein. Arnar sagði frá því af hverju hann velur ekki Birki í hópinn að þessu sinni. „Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ sagði Arnar Þór í viðtali á heimasíðu KSÍ. Birkir er auðvitað að spila á slóðum jarðskjálftana skelfilegu fyrir rúmum mánuði. „Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni,“ sagði Arnar Þór en Birkir hefur leikið 113 leiki fyrir íslenska landsliðið og verið með í flestum verkefnum liðsins á síðustu tólf árum. „Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin,“ sagði Arnar Þór. Arnar velur aftur á móti leikmenn í hópinn sem hafa verið að spila vel sem boðar gott fyrir landsliðið. „Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu á heimasíðu KSÍ. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Arnar tilkynnti í dag þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjunum á móti Bosníu og Liechtenstein. Arnar sagði frá því af hverju hann velur ekki Birki í hópinn að þessu sinni. „Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma,“ sagði Arnar Þór í viðtali á heimasíðu KSÍ. Birkir er auðvitað að spila á slóðum jarðskjálftana skelfilegu fyrir rúmum mánuði. „Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni,“ sagði Arnar Þór en Birkir hefur leikið 113 leiki fyrir íslenska landsliðið og verið með í flestum verkefnum liðsins á síðustu tólf árum. „Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin,“ sagði Arnar Þór. Arnar velur aftur á móti leikmenn í hópinn sem hafa verið að spila vel sem boðar gott fyrir landsliðið. „Það væri auðvitað hægt að nefna marga, en til að nefna einhverja þá er t.d. Rúnar Alex að spila vel í Tyrklandi og var valinn besti markvörður umferðarinnar nýlega. Arnór Sig og Arnór Ingvi eru að gera flotta hluti í Svíþjóð. Ofsalega gaman að sjá Alfreð Finnboga koma til baka og sjá leikgleðina skína hjá honum. Jói Berg er að spila mjög vel með Burnley. Hörður Björgvin og Sverrir eru lykilmenn í toppliðum í Grikklandi. Jón Dagur í Belgíu, Hákon í Kaupmannahöfn. Og fleiri. Það eru margir að spila mikið, spila vel og njóta sín, sem er ekki síður mikilvægt. Ég hlakka mikið til að vinna með þessu hópi í komandi verkefni,“ sagði Arnar Þór í viðtalinu á heimasíðu KSÍ.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira