Körfubolti

Glæstur sigur gefur Elvari Má og fé­lögum mögu­leika á að komast í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Már í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Rytas Vilnius, lið Elvars Más Friðrikssonar, vann glæsilegan útisigur á Bahçeşehir Koleji í Meistaradeild Evrópu í körfubolta, lokatölur 69-92. Sigurinn þýðir að Rytas á möguleika á að komast í átta liða úrslit keppninnar.

Sigurinn Rytas var einkar sannfærandi eins og lokatölurnar gefa til kynna. Hinn 28 ára gamli Elvar Már spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði 8 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 2 fráköst. 

Eftir sigur kvöldsins er Rytas með tvo sigra og þrjú töp þegar ein umferð er eftir. Liðið mætir Manresa í síðustu umferð J-riðils. Þarf Rytas 14 stiga sigur þar til að lyfta sér upp fyrir Manresa í töflunni en Rytas tapaði með 13 stiga mun þegar liðin mættust á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×