Ja Morant: Átta mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 16:00 Ja Morant er að reyna að bjarga orðspori sínu sem er í molum eftir hegðun hans að undanförnu. AP/Karen Pulfer NBA súperstjarnan Ja Morant hefur ekkert verið inn á körfuboltavellinum að undanförnu þótt fullfrískur sé. Ástæðan er ósæmileg hegðun hans utan vallar. Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Nokkrum klukkutímum eftir að Memphis Grizzlies mætti Denver 3. mars síðastliðinn þá birti Morant myndband af sér í beinni veifandi skammbyssu með annarri hendinni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Athæfi Morant vakti upp mikla hneykslun og hann var strax settur í agabann hjá félaginu. Morant var jafnframt sendur í ráðgjafameðferð á meðferðarstofnun í Flórída. NBA deildin hefur ákveðið að Morant taki út átta leikja bann vegna framkomu sinnar. Morant fór í viðtal hjá gamla NBA-leikmanninum Jalen Rose á ESPN. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér að við höfum sjálfir komið okkur í þessa stöðu með fyrri mistökum okkar og það eina rétta í stöðunni er að við horfum inn á við og reynum að vera skynsamari og sýna meiri ábyrgð,“ sagði Ja Morant. „Mér finnst eins og áður fyrr hafi ég ekki áttað mig á því hvað er í húfi. Eftir að hafa fengið þennan tíma til að hugsa um allt saman þá átta ég mig nú á því hversu miklu ég hef að tapa. Ég þarf að vera ábyrgari, klárari og halda mig í burtu frá þessum slæmu ákvörðunum,“ sagði Morant. Það fylgdi sögunni að Morant hafi eytt fimmtíu þúsund Bandaríkjadölum á næturklúbbnum eða um sjö milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Eitt af því sem Morant gæti haft áhyggjur af núna er hversu miklum peningum hann verður af við þetta. Hann fær ekki borgað fyrir þá átta leiki sem hann er í banni hjá NBA-deildinni sem er vissulega væn sunna. Það sem meira er að Morant gæti einnig misst af þrjátíu milljón dollara bónusgreiðslu. Morant átti að fá meira en þrjátíu milljónir dollar, 4,2 milljarða króna, í bónus ef hann kemst ekki í eitt af liðum ársins á tímabilinu. Morant vart með 27,1 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar málið kom upp og þótti af flestra mati vera öruggur með sæti í að minnsta kosti einu af úrvalsliðunum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever)
NBA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira