Paltrow gagnrýnd fyrir mataræðið: „Hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. mars 2023 13:31 Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á TikTok undanfarna daga. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Leik- og athafnakonan Gwyneth Paltrow hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir viðtal sem hún fór í nú á dögunum. Paltrow var gestur í hlaðvarpinu The Art of Being Well þar sem hún fór yfir heilsurútínu sína sem margir netverjar telja að sé skaðleg og stuðli að megrunarmenningu. Platrow var um árabil ein vinsælasta leikkona Hollywood. Síðustu ár hefur hún þó einbeitt sér að heilsufyrirtæki sínu The Goop og hefur hún skapað sér nafn sem einskonar heilsugúrú. Aðferðir Paltrow hafa þó verið nokkuð umdeildar af heilbrigðisstarfsfólki í gegnum tíðina. Beinaseyði í hádegismat Nú á dögunum var Paltrow viðmælandi í hlaðvarpinu The Art of Being Well. Í þættinum má heyra þáttastjórnanda spyrja Paltrow hver heilsurútína hennar sé. „Ég borða kvöldmat mjög snemma og svo tek ég góða föstu. Ég borða vanalega í kringum tólf [daginn eftir]. Í morgunmat passa ég að fá mér eitthvað sem rífur ekki upp blóðsykurinn minn, þannig ég fæ mér kaffi,“ segir Paltrow og heldur áfram. „Svo elska ég að fá mér súpu í hádegismat. Flesta daga fæ ég mér beinaseyði í hádegismat.“ @dearmedia #gwynethpaltrow shares her daily wellness routine on The Art Of Being Well, listen now #wellnessroutine #healthandwellness #healthylifestyle #routines #goop #podcastclips Aesthetic - Tollan Kim Æfir daglega og borðar grænmeti í kvöldmat Þessi viðtalsbútur hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Netverjar setja spurningarmerki við það að kona markaðssetur sig sem heilsugúrú borði lítið sem ekkert, sérstaklega í ljósi þess að hún segist stunda líkamsrækt daglega. „Ég reyni að hreyfa mig alltaf í einn klukkutíma. Ég fer annaðhvort í göngutúr eða fer í pílates eða geri Tracy Anderson æfingu. Svo þurrbursta ég mig og fer í gufubað. Ég fer í infrarauða gufu í 30 mínútur.“ Í kvöldmat segist Paltrow svo fá sér mikið af grænmeti. „Mér finnst mikilvægt að stuðla að hreinsun líkamans,“ segir hún. Kölluð „möndlumamma“ Ef marka má þessa rútínu samanstendur mataræði Paltrow af kaffi, súpu eða beinaseyði og grænmeti. Fjölmargir notendur samfélagsmiðlisins TikTok hafa deilt myndbandinu og skrifað athugasemdir þess efnis að Paltrow sé að senda skaðleg skilaboð út í samfélagið og að hún sé að normalísera það að fólk svelti sig. „Þetta hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun,“ skrifar einn notandi. Þá hefur Paltrow verið kölluð „möndlumamma“ en það er hugtak sem hefur verið mikið notað á TikTok undanfarin misseri. Hugtakið er notað yfir mæður sem eru alltaf í megrun og reyna með skaðlegum hætti að passa upp á að börnin sín fitni ekki. Yolanda Hadid, móðir fyrirsætanna Bellu og Gigi Hadid, er hin upprunalega „möndlumamma“. Hugtakið er sprottið út frá því að hún skammtaði dætrum sínum möndlur. @lovefoodtherapy #stitch with @Dear Media By it should be illegal I don t mean celebrities being honest about their diets & the pressures they re under I think transparency is a good thing and I believe in freedom of speech, NOT sensoring! I mean promoting and selling this as health & wellness when it s not it s shown to increase disordered eating, body dysmorphia, low self-esteem, health issues and encourages toxic diet culture. I m also not anti-dieter , your body your choice & I completely understand why people want to diet - you do you!! I just don t agree with selling unnecessary detoxes/regimes etc that do more harm than good for the majority if people and seep down to negatively affect children etc. #gwynethpaltrow #diet #wellness Aesthetic - Tollan Kim Heilsa TikTok Matur Samfélagsmiðlar Hollywood Tengdar fréttir Varar við nýrri Netflix-seríu Gwyneth Paltrow Yfirmaður bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS hefur varað við nýrri þáttaröð bandarísku leikkonunnar , The Goop Lab, sem sýnd er á streymisveitunni Netflix. 31. janúar 2020 10:21 „Ég hef sært fólk“ Leikkonan Gwyneth Paltrow er að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmælið sitt og fer yfir mistök fortíðarinnar í nýjum pistli sem hún birti á heimasíðu sinni Goop. Hún segir andann sinn ekki bera ummerki tímans sem hefur liðið en aftur á móti segir hún líkamann gera það. 23. september 2022 16:40 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Platrow var um árabil ein vinsælasta leikkona Hollywood. Síðustu ár hefur hún þó einbeitt sér að heilsufyrirtæki sínu The Goop og hefur hún skapað sér nafn sem einskonar heilsugúrú. Aðferðir Paltrow hafa þó verið nokkuð umdeildar af heilbrigðisstarfsfólki í gegnum tíðina. Beinaseyði í hádegismat Nú á dögunum var Paltrow viðmælandi í hlaðvarpinu The Art of Being Well. Í þættinum má heyra þáttastjórnanda spyrja Paltrow hver heilsurútína hennar sé. „Ég borða kvöldmat mjög snemma og svo tek ég góða föstu. Ég borða vanalega í kringum tólf [daginn eftir]. Í morgunmat passa ég að fá mér eitthvað sem rífur ekki upp blóðsykurinn minn, þannig ég fæ mér kaffi,“ segir Paltrow og heldur áfram. „Svo elska ég að fá mér súpu í hádegismat. Flesta daga fæ ég mér beinaseyði í hádegismat.“ @dearmedia #gwynethpaltrow shares her daily wellness routine on The Art Of Being Well, listen now #wellnessroutine #healthandwellness #healthylifestyle #routines #goop #podcastclips Aesthetic - Tollan Kim Æfir daglega og borðar grænmeti í kvöldmat Þessi viðtalsbútur hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Netverjar setja spurningarmerki við það að kona markaðssetur sig sem heilsugúrú borði lítið sem ekkert, sérstaklega í ljósi þess að hún segist stunda líkamsrækt daglega. „Ég reyni að hreyfa mig alltaf í einn klukkutíma. Ég fer annaðhvort í göngutúr eða fer í pílates eða geri Tracy Anderson æfingu. Svo þurrbursta ég mig og fer í gufubað. Ég fer í infrarauða gufu í 30 mínútur.“ Í kvöldmat segist Paltrow svo fá sér mikið af grænmeti. „Mér finnst mikilvægt að stuðla að hreinsun líkamans,“ segir hún. Kölluð „möndlumamma“ Ef marka má þessa rútínu samanstendur mataræði Paltrow af kaffi, súpu eða beinaseyði og grænmeti. Fjölmargir notendur samfélagsmiðlisins TikTok hafa deilt myndbandinu og skrifað athugasemdir þess efnis að Paltrow sé að senda skaðleg skilaboð út í samfélagið og að hún sé að normalísera það að fólk svelti sig. „Þetta hljómar eins og undirbúningur fyrir ristilspeglun,“ skrifar einn notandi. Þá hefur Paltrow verið kölluð „möndlumamma“ en það er hugtak sem hefur verið mikið notað á TikTok undanfarin misseri. Hugtakið er notað yfir mæður sem eru alltaf í megrun og reyna með skaðlegum hætti að passa upp á að börnin sín fitni ekki. Yolanda Hadid, móðir fyrirsætanna Bellu og Gigi Hadid, er hin upprunalega „möndlumamma“. Hugtakið er sprottið út frá því að hún skammtaði dætrum sínum möndlur. @lovefoodtherapy #stitch with @Dear Media By it should be illegal I don t mean celebrities being honest about their diets & the pressures they re under I think transparency is a good thing and I believe in freedom of speech, NOT sensoring! I mean promoting and selling this as health & wellness when it s not it s shown to increase disordered eating, body dysmorphia, low self-esteem, health issues and encourages toxic diet culture. I m also not anti-dieter , your body your choice & I completely understand why people want to diet - you do you!! I just don t agree with selling unnecessary detoxes/regimes etc that do more harm than good for the majority if people and seep down to negatively affect children etc. #gwynethpaltrow #diet #wellness Aesthetic - Tollan Kim
Heilsa TikTok Matur Samfélagsmiðlar Hollywood Tengdar fréttir Varar við nýrri Netflix-seríu Gwyneth Paltrow Yfirmaður bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS hefur varað við nýrri þáttaröð bandarísku leikkonunnar , The Goop Lab, sem sýnd er á streymisveitunni Netflix. 31. janúar 2020 10:21 „Ég hef sært fólk“ Leikkonan Gwyneth Paltrow er að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmælið sitt og fer yfir mistök fortíðarinnar í nýjum pistli sem hún birti á heimasíðu sinni Goop. Hún segir andann sinn ekki bera ummerki tímans sem hefur liðið en aftur á móti segir hún líkamann gera það. 23. september 2022 16:40 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Varar við nýrri Netflix-seríu Gwyneth Paltrow Yfirmaður bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS hefur varað við nýrri þáttaröð bandarísku leikkonunnar , The Goop Lab, sem sýnd er á streymisveitunni Netflix. 31. janúar 2020 10:21
„Ég hef sært fólk“ Leikkonan Gwyneth Paltrow er að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmælið sitt og fer yfir mistök fortíðarinnar í nýjum pistli sem hún birti á heimasíðu sinni Goop. Hún segir andann sinn ekki bera ummerki tímans sem hefur liðið en aftur á móti segir hún líkamann gera það. 23. september 2022 16:40