Sport

Gunnar Nelson: Pabbi skítstressaður út af vigtinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson sést hér á æfingu út í London.
Gunnar Nelson sést hér á æfingu út í London. Youtube/ Mjölnir MMA

Gunnar Nelson er á leiðinni í sinn fyrsta UFC-bardaga í heilt ár þegar hann mætir Bryan Barberena í London um helgina.

Myndavél frá Youtube-rás Mjölnis MMA fær að fylgja Gunnar eftir í lokaundirbúningnum.

Í nýjasta þættinum sem heitir „The Grind with Gunnar Nelson: Home away from home“ má sjá Gunnar meðal annars fylgjast með vigtinni í aðdraganda bardagans.

Gunnar er að létta sig til að ná vigt og það er sumir í kringum hann mjög stressaðir. Þar á meðal er faðir hans Haraldur Dean Nelson.

Í þættinum má sjá föður Gunnars fylgjast mjög vel þegar hann stígur upp á vigtina.

„Pabbi er svo þægilegur núna. Pabbi hefur verið skítstressaður út af vigtinni,“ sagði Gunnar Nelson í léttum tón.

Það var augljóst að Haraldi var létt. „Núna fer hann bara á barinn með Stjána [Frænda],“ sagði Gunnar.

Gunnar þarf að sinna alls kyns verkefnum þarna út og þar á meðal er að árita auglýsingaspjöld vegna bardagans. Hann fór síðan og tók á því á æfingu með þjálfaranum Luka Jelcic.

„Við vorum bara að brýna hann fyrir bardagann. Þetta var æðislegt æfing og Gunnar lítur mjög vel út. Ég er mjög spenntur fyrir laugardeginum,“ sagði Luka Jelcic.

„Þyngdin lítur vel úr enda áttum við vona að hann myndi ná að léttast mikið. Orkustigið er líka hátt eins sást þegar hann var glíma við [Matthew] Miller þjálfara,“ sagði Jelcic.

Það má sjá viðtalið við þjálfarann og svipmyndir frá deginum í London hér fyrir neðan.

MMA

Tengdar fréttir

Hefur ekki á­hyggjur ef Conor er í formi

Gunnar Nelson er klár í slaginn en hann mætir Bryan Barberena á bardakvöldi UFC 286 sem fram fer í Lundúnum á laugardaginn kemur. Á blaðamannafundi í dag var Gunnar spurður út í sinn fyrrverandi æfingafélaga Conor McGregor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×