Íslenski boltinn

Sjáðu stiklu úr þætti Baldurs um Bestu deild karla: „Það má nú al­veg hætta að snjóa núna“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á æfingunni sem Baldur Sigurðsson mætti á.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á æfingunni sem Baldur Sigurðsson mætti á. S2 Sport

Annar þátturinn í þáttarröðinni Lengsta undirbúningstímabil í heimi fer í lofti á Stöð 2 Sport á sunnudaginn kemur.

Í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla og nú er komið að því að kíkja til nýliða Fylkis í Árbænum.

Baldur mætti á æfingu Fylkis og hafði skiljanlega smá áhyggjur af veðrinu enda íslenskt vetrarveður eins og það gerist best. Það snjóaði nánast stanslaust þetta kvöld þegar Baldur mætti til að sparka bolta í Árbænum.

„Hvernig er veðrið úti? Er það eitthvað vont,“ spyr leikmaður Fylkis.

Baldur spyr meðal annars Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara út í það hvort að það sé satt að hann spili leiðinlegan fótbolta, svokallaðan „Kick and run“ fótbolta.

Það má líka sjá Baldur og Fylkisstrákana æfa út í snjókomunni. „Það má nú alveg hætta að snjóa núna,“ segir einhver þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum sem er sýndur klukkan 22.10 á sunnudagskvöldið.

Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Brot úr heimsókn Baldurs til Fylkismanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×