Landsréttur þyngir dóm vegna kynferðisbrots gegn þroskaskertum manni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. mars 2023 23:05 Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis, kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi samkvæmt lögum um meðferð sakamála, og ekki náð að sýna fram á ásetning til nauðgunar í greint skipti og þar með saknæmi verknaðar mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem dæmdur var í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart þroskahömluðum manni. Maðurinn var sóttur til saka fyrir að hafa í tvö skipti haft kynferðismök við manninn en nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manninum, sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins. Var ætluðum brotum mannsins lýst í tveimur töluliðum ákærunnar. Fyrri liðurinn sneri að ætluðu broti í vinnubifreið sem maðurinn hafði til umráða og seinni liðurinn sneri að ætluðu broti á heimili hans. Í bæði skiptin var hinum ákærða gert það að sök að hafa haft endaþarmsmök við manninn, og í síðara skiptið haldið áfram þrátt fyrir að brotaþolinn hefði beðið hann um að hætta. Sagðist ekki hafa vitað að brotaþolinn væri þroskaskertur Þann 7. mars 2019 leitaði brotaþolinn til lögreglu og tilkynnti að maðurinn hefði nauðgað honum. Honum var þá vísað á neyðarmóttöku til skoðunar. Þar ræddi hann við lögreglu og lýsti því að hann hafi kynnst hinum ákærða á netspjalli og þeir hist tvisvar. Brotaþolinn sagði að hinn ákærði hefði haft við hann samfarir í endaþarm þar sem þeir voru staddir í bifreið. Brotaþolinn sagði að í síðara skiptið, sem hefði verið þennan sama dag 7. mars, hefði hann farið til Reykjavíkur og heimsótt hinn ákærða. Þar hefði ákærði haft við hann samfarir um endaþarm, og haldið áfram eftir að brotaþolinn bað hann um að hætta. Brotaþolinn sagði jafnframt að eftir atvikið hefði ákærði verið með hníf inni í stofu, og sagði það hafa vakið upp hjá sér ótta. Greindi hann jafnframt frá því að maðurinn hafi ítrekað þrýst á hann að koma í heimsókn. Hinn ákærði kvaðst þekkja brotaþola og viðurkenndi hann að hafa átt við hann mök þennan dag. Það hefði hins vegar verið með samþykki þeirra beggja. Þá kvaðst hann hafa verið að brýna hníf í stofunni þegar brotaþolinn var á staðnum og hefði ekki gert það til að vekja hjá honum ótta. Þá sagðist hann ekki hafa ekki áttað sig á því að brotaþolinn væri þroskaskertur. Ætluð brot mannsins varða við 1. og 2. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Með dómi héraðsdóms í maí 2021 var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt ákærulið 1 og sýknaður af ætluðu broti gegn 1.málsgrein. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákærulið 2, sem brýtur gegn 2. málsgrein sömu laga. Var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af voru fimm mánuðir skilorðsbundir. Þá var honum gert að greiða brotaþolanum 800 þúsund krónur í miskabætur. Undi ákæruvaldið niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sýknu af sakargiftum samkvæmt ákærulið 1, en krafðist þess fyrir Landsrétti að maðurinn yrði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákærulið 2 og háttsemin heimfærð til bæði 1. og 2. greinar laganna. Óhóflegur dráttur á málinu Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis, kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi samkvæmt lögum um meðferð sakamála, og ekki náð að sýna fram á ásetning til nauðgunar í greint skipti og þar með saknæmi verknaðar mannsins. Var því ekki fallist á með ákæruvaldinu að maðurinn hefði í umrætt sinn gerst sekur um brot gegn þeirri málsgrein ákvæðisins. Var því staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að sýkna manninn af ætluðu broti samkvæmt 1. málsgrein laganna. Þá var jafnframt staðfest niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hefði með háttsemi sinni, sem lýst væri í ákærulið 2, brotið gegn 2. málsgrein laganna. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að hinum ákærða hefði mátt vera ljóst að brotaþoli væri þroskahamlaður en þeir höfðu hist áður en brotið átti sér stað og haft kynmök einu sinni áður. Þá höfðu þeir einnig verið í samskiptum í gegnum Facebook í um sex mánuð, þar sem brotaþolinn sagði ákærða meðal annars að hann hefði verið í sérskóla. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu, sem ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á. Var því niðurstaða dómsins að skilorðsbinda refsingu mannsins að öllu leyti. Þá er honum gert að greiða brotaþolinum miskabætur að fjárhæð 1.800.000 krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Var ætluðum brotum mannsins lýst í tveimur töluliðum ákærunnar. Fyrri liðurinn sneri að ætluðu broti í vinnubifreið sem maðurinn hafði til umráða og seinni liðurinn sneri að ætluðu broti á heimili hans. Í bæði skiptin var hinum ákærða gert það að sök að hafa haft endaþarmsmök við manninn, og í síðara skiptið haldið áfram þrátt fyrir að brotaþolinn hefði beðið hann um að hætta. Sagðist ekki hafa vitað að brotaþolinn væri þroskaskertur Þann 7. mars 2019 leitaði brotaþolinn til lögreglu og tilkynnti að maðurinn hefði nauðgað honum. Honum var þá vísað á neyðarmóttöku til skoðunar. Þar ræddi hann við lögreglu og lýsti því að hann hafi kynnst hinum ákærða á netspjalli og þeir hist tvisvar. Brotaþolinn sagði að hinn ákærði hefði haft við hann samfarir í endaþarm þar sem þeir voru staddir í bifreið. Brotaþolinn sagði að í síðara skiptið, sem hefði verið þennan sama dag 7. mars, hefði hann farið til Reykjavíkur og heimsótt hinn ákærða. Þar hefði ákærði haft við hann samfarir um endaþarm, og haldið áfram eftir að brotaþolinn bað hann um að hætta. Brotaþolinn sagði jafnframt að eftir atvikið hefði ákærði verið með hníf inni í stofu, og sagði það hafa vakið upp hjá sér ótta. Greindi hann jafnframt frá því að maðurinn hafi ítrekað þrýst á hann að koma í heimsókn. Hinn ákærði kvaðst þekkja brotaþola og viðurkenndi hann að hafa átt við hann mök þennan dag. Það hefði hins vegar verið með samþykki þeirra beggja. Þá kvaðst hann hafa verið að brýna hníf í stofunni þegar brotaþolinn var á staðnum og hefði ekki gert það til að vekja hjá honum ótta. Þá sagðist hann ekki hafa ekki áttað sig á því að brotaþolinn væri þroskaskertur. Ætluð brot mannsins varða við 1. og 2. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga. Með dómi héraðsdóms í maí 2021 var maðurinn sýknaður af sakargiftum samkvæmt ákærulið 1 og sýknaður af ætluðu broti gegn 1.málsgrein. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákærulið 2, sem brýtur gegn 2. málsgrein sömu laga. Var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af voru fimm mánuðir skilorðsbundir. Þá var honum gert að greiða brotaþolanum 800 þúsund krónur í miskabætur. Undi ákæruvaldið niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um sýknu af sakargiftum samkvæmt ákærulið 1, en krafðist þess fyrir Landsrétti að maðurinn yrði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákærulið 2 og háttsemin heimfærð til bæði 1. og 2. greinar laganna. Óhóflegur dráttur á málinu Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis, kemur fram að ákæruvaldið hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi samkvæmt lögum um meðferð sakamála, og ekki náð að sýna fram á ásetning til nauðgunar í greint skipti og þar með saknæmi verknaðar mannsins. Var því ekki fallist á með ákæruvaldinu að maðurinn hefði í umrætt sinn gerst sekur um brot gegn þeirri málsgrein ákvæðisins. Var því staðfest sú niðurstaða hins áfrýjaða dóms að sýkna manninn af ætluðu broti samkvæmt 1. málsgrein laganna. Þá var jafnframt staðfest niðurstaða héraðsdóms að maðurinn hefði með háttsemi sinni, sem lýst væri í ákærulið 2, brotið gegn 2. málsgrein laganna. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að hinum ákærða hefði mátt vera ljóst að brotaþoli væri þroskahamlaður en þeir höfðu hist áður en brotið átti sér stað og haft kynmök einu sinni áður. Þá höfðu þeir einnig verið í samskiptum í gegnum Facebook í um sex mánuð, þar sem brotaþolinn sagði ákærða meðal annars að hann hefði verið í sérskóla. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu, sem ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á. Var því niðurstaða dómsins að skilorðsbinda refsingu mannsins að öllu leyti. Þá er honum gert að greiða brotaþolinum miskabætur að fjárhæð 1.800.000 krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira