Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 13:16 Pep Guardiola og Vincent Kompany mætast í fyrsta skipti sem þjálfarar í dag. Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag. Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira