Nökkvi fylgir hjartanu og yfirgefur Swipe Máni Snær Þorláksson skrifar 18. mars 2023 17:52 Nökkvi Fjalar Orrason hefur ákveðið að yfirgefa Swipe. Nökkvi Fjalar Orrason hefur sagt skilið við fyrirtækið Swipe. Meðeigendur Nökkva taka við keflinu en sjálfur ætlar hann að einbeita sér að nýju félagi sem útbýr hugbúnað fyrir áhrifavalda. „Það að yfirgefa Swipe var ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar meðeigendur mínir vildu fara í aðra átt með Swipe þurfti ég að fylgja hjartanu,“ segir Nökkvi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Nökkvi segir svo að það sé erfitt að segja skilið við fyrirtækið sem hann hefur verið hluti af síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan. Hann segist vera stoltur af því sem tekist hefur að byggja upp og á sama tíma þakklátur fyrir vináttuna sem skapaðist á meðan. Ísland í dag tók viðtal við Nökkva Fjalar um útrás Swipe í lok síðasta árs: Leggur áherslu á rekstur í Bretlandi Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Nökkvi væri að hætta í Swipe. Þar kemur fram að ástæðan sé sú að Gunnar Birgisson og Alexandra Sól Ingólfsdóttir, meðeigendur Swipe, vilji einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á Íslandi. Nökkvi vill aftur á móti leggja áherslu á rekstur í Bretlandi. Þar hefur hann stofnað nýtt félag, sem sér um þróun og rekstur hugbúnaðs fyrir áhrifavalda. „Það var því niðurstaðan að þau kaupa mig út úr Swipe og ég kaupi þau út úr breska félaginu,“ er haft eftir Nökkva í Morgunblaðinu. Getur ekki beðið Í færslunni á Instagram segist Nökkvi ætla að halda áfram á þeirri vegferð að hjálpa áhrifavöldum úti um allan heim. Nú verði það þó með öðru teymi og undir öðru vörumerki. „Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búin að gera og það er bara byrjunin!“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar) Að lokum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að fylgja hjartanu og gera sitt besta. „Ég veit að það er erfitt en þú munt uppskera að lokum. Lífið er of stutt og dýrmætt til að gera eitthvað annað!“ Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
„Það að yfirgefa Swipe var ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þegar meðeigendur mínir vildu fara í aðra átt með Swipe þurfti ég að fylgja hjartanu,“ segir Nökkvi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Nökkvi segir svo að það sé erfitt að segja skilið við fyrirtækið sem hann hefur verið hluti af síðan það var stofnað fyrir fjórum árum síðan. Hann segist vera stoltur af því sem tekist hefur að byggja upp og á sama tíma þakklátur fyrir vináttuna sem skapaðist á meðan. Ísland í dag tók viðtal við Nökkva Fjalar um útrás Swipe í lok síðasta árs: Leggur áherslu á rekstur í Bretlandi Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að Nökkvi væri að hætta í Swipe. Þar kemur fram að ástæðan sé sú að Gunnar Birgisson og Alexandra Sól Ingólfsdóttir, meðeigendur Swipe, vilji einbeita sér að rekstri fyrirtækisins á Íslandi. Nökkvi vill aftur á móti leggja áherslu á rekstur í Bretlandi. Þar hefur hann stofnað nýtt félag, sem sér um þróun og rekstur hugbúnaðs fyrir áhrifavalda. „Það var því niðurstaðan að þau kaupa mig út úr Swipe og ég kaupi þau út úr breska félaginu,“ er haft eftir Nökkva í Morgunblaðinu. Getur ekki beðið Í færslunni á Instagram segist Nökkvi ætla að halda áfram á þeirri vegferð að hjálpa áhrifavöldum úti um allan heim. Nú verði það þó með öðru teymi og undir öðru vörumerki. „Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur hvað við erum búin að gera og það er bara byrjunin!“ View this post on Instagram A post shared by Nikki Orrason (@nokkvifjalar) Að lokum leggur hann áherslu á mikilvægi þess að fylgja hjartanu og gera sitt besta. „Ég veit að það er erfitt en þú munt uppskera að lokum. Lífið er of stutt og dýrmætt til að gera eitthvað annað!“
Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira